Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans 1. desember 2009 08:25 Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira