Adidas og Puma binda enda á 60 ára illdeilur 18. september 2009 09:55 Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Það voru bræðurnir Adi og Rudolf Dassler sem hófu framleiðslu á íþróttaskóm á þriðja áratugnum í þvottaherbergi móður sinnar í bænum Herzogenaurach í Bæjaralandi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan kastaðist í kekki milli þeirra bræðra á stríðsárunum, sennilega af pólitískum ástæðum, og þeir stofnuðu sitthvort skófyrirtækið í bænum árið 1948, Puma og Adidas. Í frétt um málið á ananova.com segir að fyrirtæki þeirra bræðra hafi staðið sitthvorumegin við á sem rennur í gegnum Herzogenaurach. Deilur þeirra bræðra skiptu bænum í tvennt. Annaðhvort varstu í Puma liðinu eða Adidas. Í sameinginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að þau hafi ákveðið að leggja niður deilur sínar til stuðnings við Peace One Day samtökin sem halda árlegan dag sinn gegn ofbeldi á mánudaginn kemur. Hvorugu fyrirtækjanna er nú stjórnar af afkomendum þeirra bræðra. Hinsvegar vakti það töluverða undrun bæjarbúa að Frank Dassler, sonarsonar Rudolfs, vann fyrir bæði fyrirtækin. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Það voru bræðurnir Adi og Rudolf Dassler sem hófu framleiðslu á íþróttaskóm á þriðja áratugnum í þvottaherbergi móður sinnar í bænum Herzogenaurach í Bæjaralandi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan kastaðist í kekki milli þeirra bræðra á stríðsárunum, sennilega af pólitískum ástæðum, og þeir stofnuðu sitthvort skófyrirtækið í bænum árið 1948, Puma og Adidas. Í frétt um málið á ananova.com segir að fyrirtæki þeirra bræðra hafi staðið sitthvorumegin við á sem rennur í gegnum Herzogenaurach. Deilur þeirra bræðra skiptu bænum í tvennt. Annaðhvort varstu í Puma liðinu eða Adidas. Í sameinginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að þau hafi ákveðið að leggja niður deilur sínar til stuðnings við Peace One Day samtökin sem halda árlegan dag sinn gegn ofbeldi á mánudaginn kemur. Hvorugu fyrirtækjanna er nú stjórnar af afkomendum þeirra bræðra. Hinsvegar vakti það töluverða undrun bæjarbúa að Frank Dassler, sonarsonar Rudolfs, vann fyrir bæði fyrirtækin.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira