Nýtt Formúlu 1 mót í Kóreu 2010 22. september 2009 08:36 Mótsvæðið í Kóreu er við sjóinn, sviapð og í Mónakó. mynd: kappakstur.is FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010
Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira