ESB íhugar lögsókn gegn Rússum og Úkraníumönnum 14. janúar 2009 12:31 Sautján Evrópuríki eru enn án Rússagass til húshitunar þó opnað hafi verið í gær fyrir gasflæði um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu. Svo gæti farið að Evrópusambandið lögsæki ríkin tvö vegna þessa verði málið ekki leyst hið fyrsta. Rótin að þessu öllu eru deilur Rússa og Úkraínumanna um greiðslur fyrir gas frá Rússlandi. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna fyrir áramót. Leiðslur sem flytja mest af rússagasi til annarra Evrópuríkja liggja í gegnum Úkraínu. Um þær flæddi gas allt þar til í síðustu viku þegar ráðmenn í Moskvu sökuðu þá í Kænugarði um að stela af þeim leiðslum og skrúfuðu fyrir. Rússar hafa um fjórðung gasmarkaðarins á ESB svæðinu og eftir sátu íbúar fjölmargra Evrópuríkja í köldum húsum sínum í þeim fimbulkulda sem nú herjar á álfuna. Fyrir nokkrum dögum var samið um að opna fyrir gasflæði með því skilyrði að eftirlitsmenn gættu þess að jafn mikið af gasi færi um leiðslunar alla leið frá Rússlandi til viðskiptavina á hinum endanum. Það eftirlit hófst í gær og þá var skrúfað frá. Þá sögðu Úkraínumenn að þeir gætu ekki dælt gasinu til Evrópuríkja í því magni sem Rússar vildu eða eftir þeim leiðum sem þeir hefðu skilgreint. Rússar segja þetta rangt og að ráðamenn í Kænugarði hafi látið skrúfa fyrir á sínum enda. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja lítið sem ekkert gas komast á leiðarenda. Forsætisráðherrar þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í deilunni eru nú á leið til Moskvu og Úkraínu til viðræðna. Staðan er það slæm víða vegna skorts á gasi til húshitunar að á mörgum stöðum í Búlgaríu hefur orðið að loka skólum. Evrópusambandið segir mögulegt að mál verði höfðað gegn ríkjunum tveimur takist ráðamönnum ekki að leysa gasdeiluna. Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sautján Evrópuríki eru enn án Rússagass til húshitunar þó opnað hafi verið í gær fyrir gasflæði um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu. Svo gæti farið að Evrópusambandið lögsæki ríkin tvö vegna þessa verði málið ekki leyst hið fyrsta. Rótin að þessu öllu eru deilur Rússa og Úkraínumanna um greiðslur fyrir gas frá Rússlandi. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna fyrir áramót. Leiðslur sem flytja mest af rússagasi til annarra Evrópuríkja liggja í gegnum Úkraínu. Um þær flæddi gas allt þar til í síðustu viku þegar ráðmenn í Moskvu sökuðu þá í Kænugarði um að stela af þeim leiðslum og skrúfuðu fyrir. Rússar hafa um fjórðung gasmarkaðarins á ESB svæðinu og eftir sátu íbúar fjölmargra Evrópuríkja í köldum húsum sínum í þeim fimbulkulda sem nú herjar á álfuna. Fyrir nokkrum dögum var samið um að opna fyrir gasflæði með því skilyrði að eftirlitsmenn gættu þess að jafn mikið af gasi færi um leiðslunar alla leið frá Rússlandi til viðskiptavina á hinum endanum. Það eftirlit hófst í gær og þá var skrúfað frá. Þá sögðu Úkraínumenn að þeir gætu ekki dælt gasinu til Evrópuríkja í því magni sem Rússar vildu eða eftir þeim leiðum sem þeir hefðu skilgreint. Rússar segja þetta rangt og að ráðamenn í Kænugarði hafi látið skrúfa fyrir á sínum enda. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja lítið sem ekkert gas komast á leiðarenda. Forsætisráðherrar þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í deilunni eru nú á leið til Moskvu og Úkraínu til viðræðna. Staðan er það slæm víða vegna skorts á gasi til húshitunar að á mörgum stöðum í Búlgaríu hefur orðið að loka skólum. Evrópusambandið segir mögulegt að mál verði höfðað gegn ríkjunum tveimur takist ráðamönnum ekki að leysa gasdeiluna.
Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira