Rúnar: Það er enginn farþegi hjá okkur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. desember 2009 21:28 Rúnar Sigtryggsson. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að liðsheildin hafi verið lykilatriði í því sem skilaði sigri gegn Val í kvöld. Akureyri vann 29-25 og er komið upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. "Við keyrðum áfram núna. Það kom smá hik í þetta, við tókum leikhlé og ákváðum að keyra á þetta. Það heppnaðist ekkert á tímabili en heilt yfir skilaði þetta sigri. Menn voru ekkert að spara sig fyrir eitthvað sem kemur einhvern tíman seinna. Menn spiluðu leikinn eins vel og þeir gátu og nú er frí í kvöld og menn eiga að hafa það gott," sagði brosmildur Rúnar. "Mér fannst liðið ekki spila neitt sérstaklega vel en ég er samt ánægður með að menn eru ekkert að eiga stjörnuleik kannski, en þeir eru að skila sínu fyrir liðið. Það er liðsheildin sem skilaði þessu. Það er enginn farþegi hjá okkur." "Hörður Flóki er dæmi um það. Hann spilar í korter og ver vel og á nokkrar stoðsendingar," sagði Rúnar. Ofanritaður tekur undir það en þegar menn týndu taktinum stigu aðrir upp í staðinn. "Það er rosalega gaman að sjá strákana spila handbolta inni á vellinum. Ég get svosem ekkert gert eftir að leikurinn er byrjaður. Þeir skemmta manni bara." Rúnar segir jafnframt að heimavöllur Akureyrar sé að verða gryfja að nýju, en liðið leikur nú í Höllinni. Áður lék liðið í KA-heimilinu. "Þetta er að verða gryfja og ég er ánægður með það. Strákunum er líka farið að líða vel að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Í gamla daga þegar menn voru í Þór og KA þá vernduðu allir mennina í sínum liðum, og það var aldrei hægt að gagnrýna þá. Núna eru allir í Akureyri og ef menn standa sig ekki fá menn bara að heyra það. Það hefur verið erfitt fyrir suma en menn eru að venjast því." Næsti leikur Akureyrar er gegn Haukum eftir viku, toppliðið. Aðspurður hvort liðið ætti heima í toppbaráttunni sagði Rúnar: "Það eru Haukar næst og eftir það kemur það í ljós. Haukar eru besta liðið á landinu í dag sem við eigum eftir að spila við og við sjáum til hvernig gengur," sagði Rúnar. Olís-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að liðsheildin hafi verið lykilatriði í því sem skilaði sigri gegn Val í kvöld. Akureyri vann 29-25 og er komið upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. "Við keyrðum áfram núna. Það kom smá hik í þetta, við tókum leikhlé og ákváðum að keyra á þetta. Það heppnaðist ekkert á tímabili en heilt yfir skilaði þetta sigri. Menn voru ekkert að spara sig fyrir eitthvað sem kemur einhvern tíman seinna. Menn spiluðu leikinn eins vel og þeir gátu og nú er frí í kvöld og menn eiga að hafa það gott," sagði brosmildur Rúnar. "Mér fannst liðið ekki spila neitt sérstaklega vel en ég er samt ánægður með að menn eru ekkert að eiga stjörnuleik kannski, en þeir eru að skila sínu fyrir liðið. Það er liðsheildin sem skilaði þessu. Það er enginn farþegi hjá okkur." "Hörður Flóki er dæmi um það. Hann spilar í korter og ver vel og á nokkrar stoðsendingar," sagði Rúnar. Ofanritaður tekur undir það en þegar menn týndu taktinum stigu aðrir upp í staðinn. "Það er rosalega gaman að sjá strákana spila handbolta inni á vellinum. Ég get svosem ekkert gert eftir að leikurinn er byrjaður. Þeir skemmta manni bara." Rúnar segir jafnframt að heimavöllur Akureyrar sé að verða gryfja að nýju, en liðið leikur nú í Höllinni. Áður lék liðið í KA-heimilinu. "Þetta er að verða gryfja og ég er ánægður með það. Strákunum er líka farið að líða vel að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Í gamla daga þegar menn voru í Þór og KA þá vernduðu allir mennina í sínum liðum, og það var aldrei hægt að gagnrýna þá. Núna eru allir í Akureyri og ef menn standa sig ekki fá menn bara að heyra það. Það hefur verið erfitt fyrir suma en menn eru að venjast því." Næsti leikur Akureyrar er gegn Haukum eftir viku, toppliðið. Aðspurður hvort liðið ætti heima í toppbaráttunni sagði Rúnar: "Það eru Haukar næst og eftir það kemur það í ljós. Haukar eru besta liðið á landinu í dag sem við eigum eftir að spila við og við sjáum til hvernig gengur," sagði Rúnar.
Olís-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira