Íslensku bankarnir ollu mettapi norska tryggingarsjóðsins 20. apríl 2009 15:43 Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr. Í umfjöllun um málið í Dagens Næringsliv segir að auk taps vegna íslensku bankanna mátti sjóðurinn sá fjárfestingar sínar hrapa í verði í fyrra. Arne Hyttnes einn af stjórnendum sjóðsins segir að þetta ásamt íslensku bönkunum hafi leitt til þess að tap af rekstri sjóðsins hafi aldrei verið meira í sögu sjóðsins. Samkvæmt bókhaldi sjóðsins var eigið fé hans í árslok 15,3 milljarðar norskra kr. Það hefði hinsvegar þurft að vera 19,1 milljarðar nkr. ef sjóðurinn á að standa við lögbundnar skyldur sínar. Það sem á vantar, rúmir 3,7 milljarðar nkr. verða bankarnir í Noregi að taka á sig í formi aukinna greiðslna til sjóðsins. Þannig liggur fyrir að greiðslurnar verða 1,5 milljarður nkr. í ár en til samanburðar námu greiðslurnar 460 milljónum nkr. í fyrra. Fram kom í frétt á visir.is í lok janúar að Kaupþing myndi standa við lögbundnar greiðslur sínar til innistæðueigenda í Noregi. Alls er þar um 900 milljónir norskra kr. að ræða eða um 17 milljarða kr. sem sjóðurinn fær endurgreidda. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr. Í umfjöllun um málið í Dagens Næringsliv segir að auk taps vegna íslensku bankanna mátti sjóðurinn sá fjárfestingar sínar hrapa í verði í fyrra. Arne Hyttnes einn af stjórnendum sjóðsins segir að þetta ásamt íslensku bönkunum hafi leitt til þess að tap af rekstri sjóðsins hafi aldrei verið meira í sögu sjóðsins. Samkvæmt bókhaldi sjóðsins var eigið fé hans í árslok 15,3 milljarðar norskra kr. Það hefði hinsvegar þurft að vera 19,1 milljarðar nkr. ef sjóðurinn á að standa við lögbundnar skyldur sínar. Það sem á vantar, rúmir 3,7 milljarðar nkr. verða bankarnir í Noregi að taka á sig í formi aukinna greiðslna til sjóðsins. Þannig liggur fyrir að greiðslurnar verða 1,5 milljarður nkr. í ár en til samanburðar námu greiðslurnar 460 milljónum nkr. í fyrra. Fram kom í frétt á visir.is í lok janúar að Kaupþing myndi standa við lögbundnar greiðslur sínar til innistæðueigenda í Noregi. Alls er þar um 900 milljónir norskra kr. að ræða eða um 17 milljarða kr. sem sjóðurinn fær endurgreidda.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira