House of Fraser með tilkynningu vegna lánasamninga 16. júní 2009 14:58 Breska verslunarkeðjan House of Fraser hefur sent frá sér tilkynningu vegna orðróms um að keðjan uppfylli ekki lengur lánasamninga við viðskiptabanka sína. Segir þar að ekkert sé hæft í þessum orðrómi en hann hefur orðið til þess að margir telja yfirtöku Debenhams á keðjunni yfirvofandi. House of Fraser er komið í umsjón skilanefndar Landsbankans en 34,9% hlutur í keðjunni var áður í eigu Baugs í gegnum Highland Group. Baugur átti raunar einnig umtalsverðan hlut í Debenhams þar til í lok mars s.l. að hann var seldur af HSBC bankanum með miklu tapi. Í tilkynningunni segir að fjárhagsleg staða House of Fraser sé sterk. Reksturinn gangi umfram áætlanir og að reksturinn muni halda áfram að vaxa a.m.k. næstu þrjá mánuðina, að því er segir í umfjöllun RetailWeek um málið. Fram kemur að í gær, 15. júní, hafi bankinn átt rúmlega 85 milljónir punda, eða tæpa 18 milljarða kr., í lausafé. Þar að auki ætti keðjan aðgang að 36 milljónum punda í viðbót. „Þetta er nægilegt til að mæta öllum skuldbindingum í fyrirsjáanlegri framtíð," segir í tilkynningunni. House of Fraser neitar því einnig að 62 af verslunum keðjunnar séu til sölu en fjölmiðlar í Bretlandi hafa gert að því skóna að Debenhams sé að kaupa þessar verslanir. Í tilkynningunni segir að keðjan vilji taka það skýrt fram að engar verslanir hennar séu til sölu. Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breska verslunarkeðjan House of Fraser hefur sent frá sér tilkynningu vegna orðróms um að keðjan uppfylli ekki lengur lánasamninga við viðskiptabanka sína. Segir þar að ekkert sé hæft í þessum orðrómi en hann hefur orðið til þess að margir telja yfirtöku Debenhams á keðjunni yfirvofandi. House of Fraser er komið í umsjón skilanefndar Landsbankans en 34,9% hlutur í keðjunni var áður í eigu Baugs í gegnum Highland Group. Baugur átti raunar einnig umtalsverðan hlut í Debenhams þar til í lok mars s.l. að hann var seldur af HSBC bankanum með miklu tapi. Í tilkynningunni segir að fjárhagsleg staða House of Fraser sé sterk. Reksturinn gangi umfram áætlanir og að reksturinn muni halda áfram að vaxa a.m.k. næstu þrjá mánuðina, að því er segir í umfjöllun RetailWeek um málið. Fram kemur að í gær, 15. júní, hafi bankinn átt rúmlega 85 milljónir punda, eða tæpa 18 milljarða kr., í lausafé. Þar að auki ætti keðjan aðgang að 36 milljónum punda í viðbót. „Þetta er nægilegt til að mæta öllum skuldbindingum í fyrirsjáanlegri framtíð," segir í tilkynningunni. House of Fraser neitar því einnig að 62 af verslunum keðjunnar séu til sölu en fjölmiðlar í Bretlandi hafa gert að því skóna að Debenhams sé að kaupa þessar verslanir. Í tilkynningunni segir að keðjan vilji taka það skýrt fram að engar verslanir hennar séu til sölu.
Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira