Viðskiptasagan: Rothschild og Freshfields tengd við þrælasölu 28. júní 2009 10:28 Tvö af stærstu nöfnum fjármálahverfisins í London, The City, Rothschild og Freshfields hafa verið tengd við þrælasölu í bresku nýlendunum. Ný söguleg gögn sem The Financial Times hefur undir höndum sýna fram á þetta. Nathan Mayer Rothschild höfuð fjölskyldunnar á fyrrihluta 19. aldar og James William Freshfield stofnandi Freshfields þekktustu lögmannastofu The City högnuðust báðir á þrælasölu/þrælahaldi samkvæmt skjölum sem eru á breska ríkisskjalasafninu (National Archives). Þetta gengur þvert á þá söguskoðun að þeir hafi báðir verið andstæðingar þrælahalds á sínum tíma. Heit umræða hefur verið í Bandaríkjunum um þrælahaldið undanfarin misseri þar sem báðar fjölskyldurnar reka fyrirtæki/fjármálastofnanir. Umræðan hefur snúist um skaðabætur til blökkumanna af hendi þeirra sem högnuðust á þrælahaldinu og eru enn starfandi í viðskiptalífinu. Fjárfestingarbankinn JP Morgan hefur, sem dæmi, sett á fót 5 milljón dollara skólasjóð sem styrkja á blökkumenn til náms í Louisiana. Þetta kom í kjölfar þess að JP Morgan baðst opinberlega afsökunnar árið 2005 fyrir tengsl bankans við þrælahald/sölu á sínum tíma. Samkvæmt fyrrgreindum skjölum hagnaðist Nathan Mayer Rothschild persónulega á því að nota þræla sem tryggingar gegn bankaláni til þrælaeiganda. Financial Times segir að þetta komi þeim á óvart sem kunnugir eru því að Rothschild fjölskyldan skipulagði lánveitingar til breskra stjórnvalda þegar að þau ákváðu að bjarga breskum þrælaeigendum frá gjaldþroti á fjórða áratug 19. aldar. Gjaldþrotið blasti við eftir að þrælahaldið var bannað með lögum í Bretlandi og nýlendum þess. Þetta var stærsta björgunaraðgerð í efnahagslífi Breta fyrr og síðar mæld sem hlutfall af ríkisútgjöldum. Björgunaraðgerðir til handa bresku bönkunum í núverandi fjármálakreppu munu vera vasapeningar í þeim samanburði. Niall Ferguson prófessor í sögu við Harvard háskólann segir að hin nýju gögn sýni hversu þrælahaldið var stór hluti af og kom víða við í bresku efnahagslífi á fjórða áratug 19. aldar. Melaine Asprey skjalavörður Rothschild fjölskyldunnar segir að skjölin komi sér á óvart og hún hafi aldrei séð þessi tengsl við þrælahald áður. Hvað Freshfield varðar sýna skjölin að hann og synir hans störfuðu fyrir þó nokkra þrælaeigendur einkum í Karabíska hafinu. Þeir störfuðu sem fjárvörslumenn þrælabúgarða og í einu tilvika reyndu þeir að krefjast ógreiddra lögfræðireikninga vegna milligöngu um fjárhagsaðstoð stjórnvalda til eins af búgarðseigendunum. Fjölskyldurnar tvær hafa verið snöggar í viðbrögðum sínum við frásögn Financial Times af málinu. Í yfirlýsingu frá Rothschild bankanum segir m.a. að Nathan Mayer Rothschild hafi verið framarlega í röð frjálslyndra afla í baráttunni fyrir auknum réttindum breskra þegna á sínum tíma. "Með þann bakgrunn í huga eru þessar ásakanir ekki í takt við manninn sjálfan né viðskipti hans," segir í tilkynningunni. Lögmannsstofan Freshfields Bruckhaus Deringer segir í tilkynningu að James William Freshfield hafi verið virkur meðlimur í söfnuðinum Church Missionary Society..."sem hafði á stefnuskrá sinni að uppræta þrælasöluna..." Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tvö af stærstu nöfnum fjármálahverfisins í London, The City, Rothschild og Freshfields hafa verið tengd við þrælasölu í bresku nýlendunum. Ný söguleg gögn sem The Financial Times hefur undir höndum sýna fram á þetta. Nathan Mayer Rothschild höfuð fjölskyldunnar á fyrrihluta 19. aldar og James William Freshfield stofnandi Freshfields þekktustu lögmannastofu The City högnuðust báðir á þrælasölu/þrælahaldi samkvæmt skjölum sem eru á breska ríkisskjalasafninu (National Archives). Þetta gengur þvert á þá söguskoðun að þeir hafi báðir verið andstæðingar þrælahalds á sínum tíma. Heit umræða hefur verið í Bandaríkjunum um þrælahaldið undanfarin misseri þar sem báðar fjölskyldurnar reka fyrirtæki/fjármálastofnanir. Umræðan hefur snúist um skaðabætur til blökkumanna af hendi þeirra sem högnuðust á þrælahaldinu og eru enn starfandi í viðskiptalífinu. Fjárfestingarbankinn JP Morgan hefur, sem dæmi, sett á fót 5 milljón dollara skólasjóð sem styrkja á blökkumenn til náms í Louisiana. Þetta kom í kjölfar þess að JP Morgan baðst opinberlega afsökunnar árið 2005 fyrir tengsl bankans við þrælahald/sölu á sínum tíma. Samkvæmt fyrrgreindum skjölum hagnaðist Nathan Mayer Rothschild persónulega á því að nota þræla sem tryggingar gegn bankaláni til þrælaeiganda. Financial Times segir að þetta komi þeim á óvart sem kunnugir eru því að Rothschild fjölskyldan skipulagði lánveitingar til breskra stjórnvalda þegar að þau ákváðu að bjarga breskum þrælaeigendum frá gjaldþroti á fjórða áratug 19. aldar. Gjaldþrotið blasti við eftir að þrælahaldið var bannað með lögum í Bretlandi og nýlendum þess. Þetta var stærsta björgunaraðgerð í efnahagslífi Breta fyrr og síðar mæld sem hlutfall af ríkisútgjöldum. Björgunaraðgerðir til handa bresku bönkunum í núverandi fjármálakreppu munu vera vasapeningar í þeim samanburði. Niall Ferguson prófessor í sögu við Harvard háskólann segir að hin nýju gögn sýni hversu þrælahaldið var stór hluti af og kom víða við í bresku efnahagslífi á fjórða áratug 19. aldar. Melaine Asprey skjalavörður Rothschild fjölskyldunnar segir að skjölin komi sér á óvart og hún hafi aldrei séð þessi tengsl við þrælahald áður. Hvað Freshfield varðar sýna skjölin að hann og synir hans störfuðu fyrir þó nokkra þrælaeigendur einkum í Karabíska hafinu. Þeir störfuðu sem fjárvörslumenn þrælabúgarða og í einu tilvika reyndu þeir að krefjast ógreiddra lögfræðireikninga vegna milligöngu um fjárhagsaðstoð stjórnvalda til eins af búgarðseigendunum. Fjölskyldurnar tvær hafa verið snöggar í viðbrögðum sínum við frásögn Financial Times af málinu. Í yfirlýsingu frá Rothschild bankanum segir m.a. að Nathan Mayer Rothschild hafi verið framarlega í röð frjálslyndra afla í baráttunni fyrir auknum réttindum breskra þegna á sínum tíma. "Með þann bakgrunn í huga eru þessar ásakanir ekki í takt við manninn sjálfan né viðskipti hans," segir í tilkynningunni. Lögmannsstofan Freshfields Bruckhaus Deringer segir í tilkynningu að James William Freshfield hafi verið virkur meðlimur í söfnuðinum Church Missionary Society..."sem hafði á stefnuskrá sinni að uppræta þrælasöluna..."
Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira