Hagnaður Bank of America langt yfir væntingum 20. apríl 2009 13:03 Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári. Nettóhagnaður Bank of America reyndist nema 4,24 milljörðum dollara eða tæplega 600 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn hinsvegar 1,2 milljörðum dollara. Samkvæmt frétt á Bloomberg reiknuðu greinendur með að hagnaður bankans á fjórða ársfjórðungi myndi gefa af sér 4 sent á hlut. Í raun mun upphæðin nema 44 sentum á hlut. Forstjóri Bank of America, Kenneth D. Lewis, hefur ekki verið vinsæll í hópi hluthafa frá því að hann ákvað að kaupa tvo banka í fyrra, Merrill Lynch og Countrywide Financial Corp. Til þessa notaði hann 30 milljarða dollara eða nær 4.000 milljarða kr. Þegar kaupin áttu sér stað var fjármálakreppan komin á fullt skrið og töldu margir hluthafa að Lewis væri að setja bankann á hausinn með þessum kaupum. Annað hefur komið á daginn og það er raunar rekstur Merrill Lynch sem stendur á bakvið megnið af hagnaðinum nú. Staða Lewis þykir þó enn tæp og ráðast örlög hans í forstjóraembættinu á aðalfundi Bank of America þann 29. apríl n.k. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári. Nettóhagnaður Bank of America reyndist nema 4,24 milljörðum dollara eða tæplega 600 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn hinsvegar 1,2 milljörðum dollara. Samkvæmt frétt á Bloomberg reiknuðu greinendur með að hagnaður bankans á fjórða ársfjórðungi myndi gefa af sér 4 sent á hlut. Í raun mun upphæðin nema 44 sentum á hlut. Forstjóri Bank of America, Kenneth D. Lewis, hefur ekki verið vinsæll í hópi hluthafa frá því að hann ákvað að kaupa tvo banka í fyrra, Merrill Lynch og Countrywide Financial Corp. Til þessa notaði hann 30 milljarða dollara eða nær 4.000 milljarða kr. Þegar kaupin áttu sér stað var fjármálakreppan komin á fullt skrið og töldu margir hluthafa að Lewis væri að setja bankann á hausinn með þessum kaupum. Annað hefur komið á daginn og það er raunar rekstur Merrill Lynch sem stendur á bakvið megnið af hagnaðinum nú. Staða Lewis þykir þó enn tæp og ráðast örlög hans í forstjóraembættinu á aðalfundi Bank of America þann 29. apríl n.k.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira