Merkel gagnrýnir peningamálastefnu stóru seðlabankanna 3. júní 2009 13:24 Angela Merkel. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sett fram harða gagnrýni á Seðlabanka Bandaríkjanna, Englandsbanka og Seðlabanka Evrópu. Hún segir að þær óhefðbundnu aðgerðir bankanna í peningamálum líklegri til að auka fjármálakrísu heimsins frekar en draga úr henni. Gagnrýnina setti hún fram á ráðstefnu í Berlín í gær. Þessi gagnrýni kemur nokkuð á óvart þar sem Merkel hefur hingað til haldið í þá hefð Þjóðverja að tjá sig lítið sem ekkert um peningamálastefnu, meðal annars til þess að vernda sjálfsstæði seðlabankans. Hún sagði nauðsynlegt að umbreyta því sem aðrir seðlabankar hafa verið að gera. Hún hefði miklar efasemdir um umfang aðgerða Bandaríska seðlabankans og hvernig Englandsbanki hefur sett mark á peningastefnu í Evrópu. Þá hafi jafnvel seðlabanki Evrópu beygt sig undan alþjóðlegum þrýstingi með kaupum sínum á sértryggðum skuldabréfum. „Við verðum taka á ný upp sjálfstæða og skynsamlega peningastefnu. Annars verðum við komin í sömu spor og við erum í núna eftir tíu ár," sagði Merkel. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sett fram harða gagnrýni á Seðlabanka Bandaríkjanna, Englandsbanka og Seðlabanka Evrópu. Hún segir að þær óhefðbundnu aðgerðir bankanna í peningamálum líklegri til að auka fjármálakrísu heimsins frekar en draga úr henni. Gagnrýnina setti hún fram á ráðstefnu í Berlín í gær. Þessi gagnrýni kemur nokkuð á óvart þar sem Merkel hefur hingað til haldið í þá hefð Þjóðverja að tjá sig lítið sem ekkert um peningamálastefnu, meðal annars til þess að vernda sjálfsstæði seðlabankans. Hún sagði nauðsynlegt að umbreyta því sem aðrir seðlabankar hafa verið að gera. Hún hefði miklar efasemdir um umfang aðgerða Bandaríska seðlabankans og hvernig Englandsbanki hefur sett mark á peningastefnu í Evrópu. Þá hafi jafnvel seðlabanki Evrópu beygt sig undan alþjóðlegum þrýstingi með kaupum sínum á sértryggðum skuldabréfum. „Við verðum taka á ný upp sjálfstæða og skynsamlega peningastefnu. Annars verðum við komin í sömu spor og við erum í núna eftir tíu ár," sagði Merkel.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira