Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 2. júní 2009 09:54 Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins. Mynd/AFP Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira