Óttinn við svínaflensuna veldur niðursveiflu á mörkuðum 27. apríl 2009 08:51 Flugfélög og félög í ferðamannaiðnaðinum víða um heim verða fyrir barðinu á óttanum við svínaflensuna. Hlutir í þessum félögum hrapa í verði á mörkuðum í dag. Á sama tíma hafa hlutir hjá lyfjaframleiðendum og félögum sem framleiða lækningatól eins og andlitsgrímur og gúmmíhanska hækkað verulega. Þá hefur dollarinn veikst verulega gagnvart jeninu og gengi mexískanska pesósins hefur fallið um 3% í fyrstu viðskiptum dagsins á gjaldeyrismörkuðum. Sem dæmi um verðfallið má nefna að hlutir í British Airways hafa fallið um 17% í morgun og hjá SAS er fallið um 7%. Hinsvegar hafa hlutir í Top Glove, stærsta framleiðenda heims á gúmmíhönskum, hækkað um 8% svo dæmi sé tekið. Í frétt um málið í The Guardian segir að fjárfestar í Asíu séu sérstaklega taugaveiklaðir vegna málsins enda minnugir þess sem gerðist þegar fuglaflensan geysaði árin 2005 og 2006 þar í álfu. Sem stendur eru yfir 100 manns látnir úr flensunni í Mexíkó og yfir 400 eru sýktir. Flensan hefur breiðst út til suðurhluta Bandaríkjanna þar sem 20 tilfelli af flensunni hafa verið staðfest. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugfélög og félög í ferðamannaiðnaðinum víða um heim verða fyrir barðinu á óttanum við svínaflensuna. Hlutir í þessum félögum hrapa í verði á mörkuðum í dag. Á sama tíma hafa hlutir hjá lyfjaframleiðendum og félögum sem framleiða lækningatól eins og andlitsgrímur og gúmmíhanska hækkað verulega. Þá hefur dollarinn veikst verulega gagnvart jeninu og gengi mexískanska pesósins hefur fallið um 3% í fyrstu viðskiptum dagsins á gjaldeyrismörkuðum. Sem dæmi um verðfallið má nefna að hlutir í British Airways hafa fallið um 17% í morgun og hjá SAS er fallið um 7%. Hinsvegar hafa hlutir í Top Glove, stærsta framleiðenda heims á gúmmíhönskum, hækkað um 8% svo dæmi sé tekið. Í frétt um málið í The Guardian segir að fjárfestar í Asíu séu sérstaklega taugaveiklaðir vegna málsins enda minnugir þess sem gerðist þegar fuglaflensan geysaði árin 2005 og 2006 þar í álfu. Sem stendur eru yfir 100 manns látnir úr flensunni í Mexíkó og yfir 400 eru sýktir. Flensan hefur breiðst út til suðurhluta Bandaríkjanna þar sem 20 tilfelli af flensunni hafa verið staðfest.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira