Yfir 220 milljónir punda teknar útaf Edge reikningum í október Sigríður Mogensen skrifar 11. júní 2009 19:09 Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent