Þetta kemur fram í yfirliti um viðskiptin frá kauphöllinni. Þar segir að meðalfjöldi viðskipta á dag var 224,022, miðað við 212,991 á síðasta 12 mánaða tímabili.
Heildarmarkaðsvirði skráðra félaga á OMX Nordic Exchange var 107,694 milljarðar króna, miðað við 81,053 milljarða í nóvember á síðasta ári
Að meðaltali voru gerðir 475,706 samningar með afleiðuvörur á dag, miðað við 512,756 samninga á síðasta 12 mánaða tímabili. Meðalfjöldi samninga á dag með hlutabréfavörur var 199,567 samningar, miðað við 227,200 samninga síðustu 12 mánuði.
Meðalfjöldi samninga á dag með vísitölur voru 188,578 samningar, miðað við 200,538 samninga á síðustu 12 mánuðum. Samningar um skuldabréfaafleiður voru 87,560 miðað við 85,018 samninga á síðasta 12 mánaða tímabili.
Sex nýir kauphallaraðilar voru skráðir í nóvember. Eitt félag var skráð á Aðalmarkaðinn í nóvember.