Vettel fagnaði sigri á Silverstone Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2009 13:54 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni. Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni.
Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira