E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors 26. nóvember 2009 10:19 Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut.Scandinavian Biogas vinnur eldsneyti úr lífrænum úrgangi en samkvæmt frétt E24.se mun hin umhverfisvæna ásýnd félagsins hafa ráðið því að Persson ákvað að taka stöðu stjórnarformanns þegar honum stóð staðan til boða.Í fréttinni er rætt um Anders Tuvlind sem situr í stjórn Scandinavian Biogas en hann var rekinn frá Carnegie bankanum í Svíþjóð nokkru áður en sá banki komst í þrot. Tuvlind hefur verið til rannsóknar hjá sænska fjármálaeftirlitinu í tengslum við hlut sinn í svokölluðu Mats O. Sundquist hneyksli innan bankans en það hneyksli var eitt af því sem felldi Carnegie síðasta vetur.Hvað Björgólf Thor varðar segir E24.se að hann hafi fengið slæmt umtal í fjölmiðlum í kjölfar þess að bæði Landsbankinn og Straumur komust í þrot í fjármálakreppunni. Björgólfur sé talin hafa átt hlut að máli í efnahagshruni Íslands á síðasta ári.Þá nefnir E24.se til sögunnar fjármálamanninn Johan Bohman sem á það líkt með Tuvlind að vera til rannsóknar hjá sænska fjármálaeftirlitinu. Auk þess er efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar einnig með hann í rannsókn. Rannsóknin beinist að meintum fjársvikum fjárfestingarfélagsins Bohman & Lindström í viðskiptum við sænskan lífeyrissjóð. Bohman átti 60% hlut í Bohman & Lindström. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut.Scandinavian Biogas vinnur eldsneyti úr lífrænum úrgangi en samkvæmt frétt E24.se mun hin umhverfisvæna ásýnd félagsins hafa ráðið því að Persson ákvað að taka stöðu stjórnarformanns þegar honum stóð staðan til boða.Í fréttinni er rætt um Anders Tuvlind sem situr í stjórn Scandinavian Biogas en hann var rekinn frá Carnegie bankanum í Svíþjóð nokkru áður en sá banki komst í þrot. Tuvlind hefur verið til rannsóknar hjá sænska fjármálaeftirlitinu í tengslum við hlut sinn í svokölluðu Mats O. Sundquist hneyksli innan bankans en það hneyksli var eitt af því sem felldi Carnegie síðasta vetur.Hvað Björgólf Thor varðar segir E24.se að hann hafi fengið slæmt umtal í fjölmiðlum í kjölfar þess að bæði Landsbankinn og Straumur komust í þrot í fjármálakreppunni. Björgólfur sé talin hafa átt hlut að máli í efnahagshruni Íslands á síðasta ári.Þá nefnir E24.se til sögunnar fjármálamanninn Johan Bohman sem á það líkt með Tuvlind að vera til rannsóknar hjá sænska fjármálaeftirlitinu. Auk þess er efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar einnig með hann í rannsókn. Rannsóknin beinist að meintum fjársvikum fjárfestingarfélagsins Bohman & Lindström í viðskiptum við sænskan lífeyrissjóð. Bohman átti 60% hlut í Bohman & Lindström.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira