Ein og við sögðum frá í hádeginu í gær er Danmörk orðin miðstöð með þetta kvótasvindl og í kvótaskráningunni þar í landi finnst fjöldi einstaklinga sem stundar svindlið og þar er einnig að finna fyrirtæki sem gagngert virðast stofnuð til að stunda kvótasvindlið.
Meðal hugmynda ECOFIN er að virðisaukaskattur af kvótasölunni milli aðila innan sama lands verði endurgreiddur af kaupenda en ekki seljenda. Eins og dæmin sanna í Danmörku sleppa svindlaranir því að endurgreiða skattinn af sölum sínum og stinga honum í eigin vasa.