Mikill munur á tekjum auðmanna Sigríður Mogensen skrifar 30. júlí 2009 18:44 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent