Meistaradeildin: Man. Utd og Chelsea með sigra Ómar Þorgeirsson skrifar 30. september 2009 20:45 Leikmenn Manchester United fagna marki Ryan Giggs í kvöld. Nordic photos/AFP Það blés ekki byrlega fyrir Englandsmeistara Manchester United gegn Þýskalandsmeisturum Wolfsburg lengi vel á Old Trafford-leikvanginum í kvöld. Framherjinn Michael Owen þurfti að yfirgefa völlinn eftir tuttugu mínútur og það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins, snemma í síðari hálfleik en þar var á ferðinni Edin Dzeko. Gestirnir voru þó ekki lengi í paradís því Ryan Giggs jafnaði leikinn þegar um klukkutími var liðinn af leiknum með marki úr aukaspyrnu, en boltinn fór í varnarvegginn og breytti um stefnu og sló Diego Benaglio útaf laginu í marki Wolfsburgar. Michael Carrick kom heimamönnum svo yfir 2-1 með góðu marki á 78. mínútu og þar við sat. Nicolas Anelka skoraði eina mark Chelsea í 0-1 útisigri gegn Apoel Nicosia og hefur Chelsea unnið báða leiki sína til þessa í riðlinu og í bæði skiptin hefur Anelka tryggt Lundúnaliðinu 1-0 sigur. Það er ekkert lát á markaskoruninni hjá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid en hann skoraði tvennu í x-x sigri Madridinga á Santiago Bernabeu-leikvanginum í kvöld. Kaka skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu. Óvæntustu úrslit kvöldsins áttu sér stað á San Siro-leikvanginum þar sem FC Zürich vann frækinn 0-1 sigur gegn AC Milan. Varnarmaðurinn Hannu Tihinen skoraði eina mark leiksins en úrslitin hljóta að verða til þess að kynda enn frekar undir knattspyrnustjóranum Leonardo sem hefur byrjað illa hjá AC Milan.Úrslit kvöldsins og markaskorarar:A-riðill: Bayern München-Juventus 0-0Bordeaux-Maccabi Haifa 1-0 1-0 Michael Ciani (83.).B-riðill: CSKA Moskva-Besiktas 2-1 1-0 Alan Dzagoev (7.), 2-0 Milos Krasic (61.), 2-1 Ekrem Dag (90.).Man. Utd-Wolfsburg 2-1 0-1 Edin Dzeko (56.), 1-1 Ryan Giggs (59.), 2-1 Michael Carrick (78.).C-riðill: AC Milan-FC Zürich 0-1 0-1 Hannu Tihinen (10.).Real Madrid-Marseille 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (58.), 2-0 Cristiano Ronaldo (64.), 3-0 Kaka (61.).D-riðill: Apoel Nicosia-Chelsea 0-1 0-1 Nicolas Anelka (18.).Porto-Atletico Madrid 2-0 1-0 Radamel Falcao Garcia (75.), 2-0 Rolando (82.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Það blés ekki byrlega fyrir Englandsmeistara Manchester United gegn Þýskalandsmeisturum Wolfsburg lengi vel á Old Trafford-leikvanginum í kvöld. Framherjinn Michael Owen þurfti að yfirgefa völlinn eftir tuttugu mínútur og það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins, snemma í síðari hálfleik en þar var á ferðinni Edin Dzeko. Gestirnir voru þó ekki lengi í paradís því Ryan Giggs jafnaði leikinn þegar um klukkutími var liðinn af leiknum með marki úr aukaspyrnu, en boltinn fór í varnarvegginn og breytti um stefnu og sló Diego Benaglio útaf laginu í marki Wolfsburgar. Michael Carrick kom heimamönnum svo yfir 2-1 með góðu marki á 78. mínútu og þar við sat. Nicolas Anelka skoraði eina mark Chelsea í 0-1 útisigri gegn Apoel Nicosia og hefur Chelsea unnið báða leiki sína til þessa í riðlinu og í bæði skiptin hefur Anelka tryggt Lundúnaliðinu 1-0 sigur. Það er ekkert lát á markaskoruninni hjá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid en hann skoraði tvennu í x-x sigri Madridinga á Santiago Bernabeu-leikvanginum í kvöld. Kaka skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu. Óvæntustu úrslit kvöldsins áttu sér stað á San Siro-leikvanginum þar sem FC Zürich vann frækinn 0-1 sigur gegn AC Milan. Varnarmaðurinn Hannu Tihinen skoraði eina mark leiksins en úrslitin hljóta að verða til þess að kynda enn frekar undir knattspyrnustjóranum Leonardo sem hefur byrjað illa hjá AC Milan.Úrslit kvöldsins og markaskorarar:A-riðill: Bayern München-Juventus 0-0Bordeaux-Maccabi Haifa 1-0 1-0 Michael Ciani (83.).B-riðill: CSKA Moskva-Besiktas 2-1 1-0 Alan Dzagoev (7.), 2-0 Milos Krasic (61.), 2-1 Ekrem Dag (90.).Man. Utd-Wolfsburg 2-1 0-1 Edin Dzeko (56.), 1-1 Ryan Giggs (59.), 2-1 Michael Carrick (78.).C-riðill: AC Milan-FC Zürich 0-1 0-1 Hannu Tihinen (10.).Real Madrid-Marseille 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (58.), 2-0 Cristiano Ronaldo (64.), 3-0 Kaka (61.).D-riðill: Apoel Nicosia-Chelsea 0-1 0-1 Nicolas Anelka (18.).Porto-Atletico Madrid 2-0 1-0 Radamel Falcao Garcia (75.), 2-0 Rolando (82.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira