Norðurskautsþjóðir ætla að forðast kalt stríð 22. júní 2009 10:49 Bráðnun jökla hefur áhrif á líf fólks sem og efnahagslíf heimsins. Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Það er mikið í húfi þar sem talið er að olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu séu yfir 90 milljarðar tunna sem er nóg til að fullnægja eftirspurnarþörf í heiminum í þrjú ár. Norðurskautsþjóðirnar sex, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Ísland og Danmörku í gegnum Grænland, lofa auk þess auknu samstarfi á mögulegum nýjum fiskimiðum og skipaleiðum á svæðum sem virtust hafa of fjarlæg sökum kulda og myrkurs. Þessar þjóðir hafa allar ákveðinn rétt á yfirráðum á þessu svæði. Betri aðgangur að auðlindum Norðurskautssvæðisins og betri skipasamgöngur eru einn af fáum jákvæðum þáttum við hlýnun jarðar. Norðvesturleiðin um Kanada minnkar fjarlægðina milli Evrópu og Asíu um tæpa 7.600 kílómetra, úr tæpum 20.300 kílómetrum, þegar farið er í gegnum Panama skurðinn, í rúma 12.700 kílómetra. Kanadamenn æfa hernaðaraðgerðir árlega í því skyni að viðhalda yfirburðum sínum á svæðinu. Kandíski forsætisráðherrann, Stephen Harper, gagnrýndi í febrúar aukið harðfylgi Rússa eftir að rússneskar herþotur flugu nálægt kanadísku landssvæði rétt fyrir heimsókn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja í þessum efnum. Á síðasta ári ákvað norska ríkisstjórnin að fjárfesta í 48 Lockheed F-35 orrustuþotum fyrir 18 milljarða norskra króna eða um 360 milljörðum íslenskra króna. Þeim er m.a. ætlað að styrkja viðbúnað norska hersins fyrir norðan 64. breiddargráðu. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Það er mikið í húfi þar sem talið er að olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu séu yfir 90 milljarðar tunna sem er nóg til að fullnægja eftirspurnarþörf í heiminum í þrjú ár. Norðurskautsþjóðirnar sex, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Ísland og Danmörku í gegnum Grænland, lofa auk þess auknu samstarfi á mögulegum nýjum fiskimiðum og skipaleiðum á svæðum sem virtust hafa of fjarlæg sökum kulda og myrkurs. Þessar þjóðir hafa allar ákveðinn rétt á yfirráðum á þessu svæði. Betri aðgangur að auðlindum Norðurskautssvæðisins og betri skipasamgöngur eru einn af fáum jákvæðum þáttum við hlýnun jarðar. Norðvesturleiðin um Kanada minnkar fjarlægðina milli Evrópu og Asíu um tæpa 7.600 kílómetra, úr tæpum 20.300 kílómetrum, þegar farið er í gegnum Panama skurðinn, í rúma 12.700 kílómetra. Kanadamenn æfa hernaðaraðgerðir árlega í því skyni að viðhalda yfirburðum sínum á svæðinu. Kandíski forsætisráðherrann, Stephen Harper, gagnrýndi í febrúar aukið harðfylgi Rússa eftir að rússneskar herþotur flugu nálægt kanadísku landssvæði rétt fyrir heimsókn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja í þessum efnum. Á síðasta ári ákvað norska ríkisstjórnin að fjárfesta í 48 Lockheed F-35 orrustuþotum fyrir 18 milljarða norskra króna eða um 360 milljörðum íslenskra króna. Þeim er m.a. ætlað að styrkja viðbúnað norska hersins fyrir norðan 64. breiddargráðu.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira