Norðurskautsþjóðir ætla að forðast kalt stríð 22. júní 2009 10:49 Bráðnun jökla hefur áhrif á líf fólks sem og efnahagslíf heimsins. Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Það er mikið í húfi þar sem talið er að olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu séu yfir 90 milljarðar tunna sem er nóg til að fullnægja eftirspurnarþörf í heiminum í þrjú ár. Norðurskautsþjóðirnar sex, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Ísland og Danmörku í gegnum Grænland, lofa auk þess auknu samstarfi á mögulegum nýjum fiskimiðum og skipaleiðum á svæðum sem virtust hafa of fjarlæg sökum kulda og myrkurs. Þessar þjóðir hafa allar ákveðinn rétt á yfirráðum á þessu svæði. Betri aðgangur að auðlindum Norðurskautssvæðisins og betri skipasamgöngur eru einn af fáum jákvæðum þáttum við hlýnun jarðar. Norðvesturleiðin um Kanada minnkar fjarlægðina milli Evrópu og Asíu um tæpa 7.600 kílómetra, úr tæpum 20.300 kílómetrum, þegar farið er í gegnum Panama skurðinn, í rúma 12.700 kílómetra. Kanadamenn æfa hernaðaraðgerðir árlega í því skyni að viðhalda yfirburðum sínum á svæðinu. Kandíski forsætisráðherrann, Stephen Harper, gagnrýndi í febrúar aukið harðfylgi Rússa eftir að rússneskar herþotur flugu nálægt kanadísku landssvæði rétt fyrir heimsókn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja í þessum efnum. Á síðasta ári ákvað norska ríkisstjórnin að fjárfesta í 48 Lockheed F-35 orrustuþotum fyrir 18 milljarða norskra króna eða um 360 milljörðum íslenskra króna. Þeim er m.a. ætlað að styrkja viðbúnað norska hersins fyrir norðan 64. breiddargráðu. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Það er mikið í húfi þar sem talið er að olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu séu yfir 90 milljarðar tunna sem er nóg til að fullnægja eftirspurnarþörf í heiminum í þrjú ár. Norðurskautsþjóðirnar sex, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Ísland og Danmörku í gegnum Grænland, lofa auk þess auknu samstarfi á mögulegum nýjum fiskimiðum og skipaleiðum á svæðum sem virtust hafa of fjarlæg sökum kulda og myrkurs. Þessar þjóðir hafa allar ákveðinn rétt á yfirráðum á þessu svæði. Betri aðgangur að auðlindum Norðurskautssvæðisins og betri skipasamgöngur eru einn af fáum jákvæðum þáttum við hlýnun jarðar. Norðvesturleiðin um Kanada minnkar fjarlægðina milli Evrópu og Asíu um tæpa 7.600 kílómetra, úr tæpum 20.300 kílómetrum, þegar farið er í gegnum Panama skurðinn, í rúma 12.700 kílómetra. Kanadamenn æfa hernaðaraðgerðir árlega í því skyni að viðhalda yfirburðum sínum á svæðinu. Kandíski forsætisráðherrann, Stephen Harper, gagnrýndi í febrúar aukið harðfylgi Rússa eftir að rússneskar herþotur flugu nálægt kanadísku landssvæði rétt fyrir heimsókn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja í þessum efnum. Á síðasta ári ákvað norska ríkisstjórnin að fjárfesta í 48 Lockheed F-35 orrustuþotum fyrir 18 milljarða norskra króna eða um 360 milljörðum íslenskra króna. Þeim er m.a. ætlað að styrkja viðbúnað norska hersins fyrir norðan 64. breiddargráðu.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira