Röð óhappa í tímatökum í Japan í nótt 3. október 2009 07:18 Tiimo Glock var fluttur með þyrlu á spítala eftir óhapp á Suzuka brautinni í nótt. mynd: Getty Images Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira