Röð óhappa í tímatökum í Japan í nótt 3. október 2009 07:18 Tiimo Glock var fluttur með þyrlu á spítala eftir óhapp á Suzuka brautinni í nótt. mynd: Getty Images Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira