Fisichella vandræðalegur eftir klessukeyrslu 13. september 2009 07:14 Giancarlo Fisichella var hinn vandræðalegasti eftir að hafa klesst Ferrari bíl á æfingu fyrir tímatökuna í gær. mynd: Getty Images Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira