F1: Milljarðamæringurinn ánægður með silfrið 30. ágúst 2009 19:23 Vijay Mallay er eigandi Force India liðsins og er hér með Giancarlo Fisichella. mynd: Getty Images Vijay Mallay, eigandi Force India liðsins sem náði öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag er hæstánægður með árangur liðsins. Giancarlo Fisichella frá Ítalíu ók bíl liðsins af kappi en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kimi Raikkönen frá Ferrari. Fisichella hafði náð besta tíma í tímatökum, en missti Raikkönen framúr sér. "Það er augljóst að KERS kerfið í bíl Kimi Raikkönen réð úrslitum, en Fisichella var mjög fljótur og elti Raikkönen á röndum frá upphafi til enda og varð sekúndu á eftir í endamark", sagði Vijay Mallay eigandi Force India liðsins. "Ég er ánægður með árangurinn og vill ekkert vera of gráðugur. Við erum stoltir af árangri Force India í dag. Lánið lék ekki við okkur í dag , en við höfum verið nærri stigasæti í þremur mótum, en ég átti ekki von á svona árangri hjá Fisichella í dag." Mallay er forríkur Indverji og rekur bæði bruggverksmiðjur sem framleiðir bjór og selur um allan heim og rekur einnig stórt flugfélag. Hvorutveggja nefnist Kingfisher og Mallay er þekktur fyrir að vera forláta gullhringa og keðjur hvert sem hann fer. Þá eru feitir vindlar aldrei langt undan. Sjá meira um Fisichella og Force Indeia Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Vijay Mallay, eigandi Force India liðsins sem náði öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag er hæstánægður með árangur liðsins. Giancarlo Fisichella frá Ítalíu ók bíl liðsins af kappi en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kimi Raikkönen frá Ferrari. Fisichella hafði náð besta tíma í tímatökum, en missti Raikkönen framúr sér. "Það er augljóst að KERS kerfið í bíl Kimi Raikkönen réð úrslitum, en Fisichella var mjög fljótur og elti Raikkönen á röndum frá upphafi til enda og varð sekúndu á eftir í endamark", sagði Vijay Mallay eigandi Force India liðsins. "Ég er ánægður með árangurinn og vill ekkert vera of gráðugur. Við erum stoltir af árangri Force India í dag. Lánið lék ekki við okkur í dag , en við höfum verið nærri stigasæti í þremur mótum, en ég átti ekki von á svona árangri hjá Fisichella í dag." Mallay er forríkur Indverji og rekur bæði bruggverksmiðjur sem framleiðir bjór og selur um allan heim og rekur einnig stórt flugfélag. Hvorutveggja nefnist Kingfisher og Mallay er þekktur fyrir að vera forláta gullhringa og keðjur hvert sem hann fer. Þá eru feitir vindlar aldrei langt undan. Sjá meira um Fisichella og Force Indeia
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira