Ragna Ingólfsdóttir keppir til úrslita í einliðaleik kvenna á Iceland International sem fer fram hér á landi um helgina.
Ragna bar í gær sigur úr býtum gegn Li Shuang frá Tyrklandi í undanúrslitum, 12-21, 21-12 og 21-18. Ragna byrjaði illa í viðureigninni og lenti til að mynda 18-3 undir en náði að vinna síðustu tvær loturnar nokkuð örugglega.
Í úrslitum mætir hún Kamillu Overgaard frá Danmörku.