Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Elínu Jónsdóttur sem forstjóra stofnunarinnar frá og með 1. janúar 2010. Elín hefur starfað fyrir rannsóknarnefnd Alþingis frá því í sumar en hún var auk þess skipaður umsjónarmaður lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í júní.
Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum fyrr á árinu til að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Bankasýslan ákveður meðal annars stjórnarmenn þá sem ríkið á kost á að skipa í stjórnir þeirra fjármálafyrirtækja sem það á hlut í, á grundvelli tilnefninga óháðrar valnefndar.

