Viðsnúningur til hins verra hjá JJB Sports 28. apríl 2009 16:19 Mikill viðsnúningur hefur orðið til hins verra hvað varðar verð á hlutum í íþróttaverslanakeðjunni JJB Sports í dag. Eftir mikla hækkun í gær hafa hlutirnir fallið um 8% í dag að því er segir á Reuters. Í gær hækkuðu hlutirnir um rúm 40% eftir að ljóst varð að keðjan hafði náð samkomulagi við leigusala sína um lækkanir á húsleigu og breytingar á greiðslufyrirkomulagi á leigugreiðslum. Hugsanlega er lækkun hlutanna í dag hagnaðartaka hjá þeim sem veðjuðu á réttan hest í gær en þá stóð valið hjá JJB Sports um greiðslustöðvun eða fyrrgreint samkomulag. Reuter greinir einnig frá því að fjárfestingarsjóðurinn Crystal Amber hafi fest kaup á 13% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Kaupþings sem tók hann af Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista með veðkalli. Bankinn setti 23% hlut sinn á markaðinn í síðasta mánuði og um tíma var óljóst hvar sá hlutur hefði hafnað að lokum. Með kaupum Crystal Amber hafa málin skýrst því talið er að Mike Ashley, eigandi Newcastle, sé eigandi að þeim 10% sem á vantar. Forráðamenn Crystal Amber segja að þeir telji að markaðsvirði JJB Sports sé vanmetið. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mikill viðsnúningur hefur orðið til hins verra hvað varðar verð á hlutum í íþróttaverslanakeðjunni JJB Sports í dag. Eftir mikla hækkun í gær hafa hlutirnir fallið um 8% í dag að því er segir á Reuters. Í gær hækkuðu hlutirnir um rúm 40% eftir að ljóst varð að keðjan hafði náð samkomulagi við leigusala sína um lækkanir á húsleigu og breytingar á greiðslufyrirkomulagi á leigugreiðslum. Hugsanlega er lækkun hlutanna í dag hagnaðartaka hjá þeim sem veðjuðu á réttan hest í gær en þá stóð valið hjá JJB Sports um greiðslustöðvun eða fyrrgreint samkomulag. Reuter greinir einnig frá því að fjárfestingarsjóðurinn Crystal Amber hafi fest kaup á 13% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Kaupþings sem tók hann af Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista með veðkalli. Bankinn setti 23% hlut sinn á markaðinn í síðasta mánuði og um tíma var óljóst hvar sá hlutur hefði hafnað að lokum. Með kaupum Crystal Amber hafa málin skýrst því talið er að Mike Ashley, eigandi Newcastle, sé eigandi að þeim 10% sem á vantar. Forráðamenn Crystal Amber segja að þeir telji að markaðsvirði JJB Sports sé vanmetið.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira