Tony Blair átti í viðræðum við verslunarkeðjuna Tesco um að hjálpa þeim að opna kjörbúðir í mið-austur löndum, í staðinn fengi hann um eina milljón punda. Talið er að viðræðurnar á milli fyrrum forsætisráðherrans, sem nú er friðarerindreki á svæðinu, og verslunarkeðjunnar hafi endað eftir að samkomulag náðist ekki.
Þessi uppljóstrun er talin geta skaðað vonir Blairs um að verða forseti Evrópusambandsins, þar sem gagnrýnendur munu telja þetta vera sönnun þess að hann sé jafn áhugasamur um að græða peninga og að skapa sér feril sem stjórnmálamaður.
Samkvæmt heimildum Dailymail, sem fjallar um málið í dag, hefði hlutverk Blairs fyrir Tesco einfaldlega verið að vera andliti þeirra í að brjóta sér leið inn á markaðinn á svæðinu.
Fyrirtækið, sem hefur flutt sniðugt viðskiptamódel sitt út um víða veröld, vildu að Blair nýtti alþjóðleg tengsl sín sem diplómatísk áhrif til þess „að opna dyr" fyrir þá. Blaðið segir að Tesco hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar upp úr samningaviðræðunum slitnaði.
Tesco vildi Tony sem andlit sitt

Mest lesið

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent


Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum
Viðskipti innlent

Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent