Rússneskur auðmaður í tugmilljarða skilnaði 28. október 2009 11:32 Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Independent var Berezovsky fátækur rússneskur stærðfræðingur með mánaðarlaun upp á ca. 12.000 kr. þegar hann kynntist Galinu árið 1981 og þau giftu sig. Í dag er hann margfaldur milljarðamæringur. Auðæfi Berezovsky eru tilkomin vegna tengsla sinna við fjölskyldu Boris Jeltsin fyrrum Rússlandsforseta. Berezovsky var í innsta hring valdaklíkunnar í kringum Jeltsin og nýtti sér það óspart til að skara eld að eigin köku þegar opinberar eignir í Rússlandi voru einkavæddar. Meðal annars eignaðist Berezovsky verðmæta hluti í Aeroflot flugfélaginu og ýmsum olíufélögum. Berezovsky studdi Putin árið 2000 en síðan slettist upp á vinskap þeirra þegar Putin losaði sig við öll tengsl við þá rússnesku auðmenn sem nýtt höfðu sér Jeltsin á sínum tíma. Eftir það flutti Berezovsky til Bretlands og fékk þar hæli sem pólitískur flóttamaður árið 2003. Rússnesk yfirvöld hafa lengi reynt að fá hann framseldan vegna ásakana um spillingu og fjárdrátt. Galina býr í London þótt þau hafi ekki búið saman í áratug en hún á tvö börn með Berezovsky. Hún hefur nú sótt opinberlega um skilnað. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Independent var Berezovsky fátækur rússneskur stærðfræðingur með mánaðarlaun upp á ca. 12.000 kr. þegar hann kynntist Galinu árið 1981 og þau giftu sig. Í dag er hann margfaldur milljarðamæringur. Auðæfi Berezovsky eru tilkomin vegna tengsla sinna við fjölskyldu Boris Jeltsin fyrrum Rússlandsforseta. Berezovsky var í innsta hring valdaklíkunnar í kringum Jeltsin og nýtti sér það óspart til að skara eld að eigin köku þegar opinberar eignir í Rússlandi voru einkavæddar. Meðal annars eignaðist Berezovsky verðmæta hluti í Aeroflot flugfélaginu og ýmsum olíufélögum. Berezovsky studdi Putin árið 2000 en síðan slettist upp á vinskap þeirra þegar Putin losaði sig við öll tengsl við þá rússnesku auðmenn sem nýtt höfðu sér Jeltsin á sínum tíma. Eftir það flutti Berezovsky til Bretlands og fékk þar hæli sem pólitískur flóttamaður árið 2003. Rússnesk yfirvöld hafa lengi reynt að fá hann framseldan vegna ásakana um spillingu og fjárdrátt. Galina býr í London þótt þau hafi ekki búið saman í áratug en hún á tvö börn með Berezovsky. Hún hefur nú sótt opinberlega um skilnað.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira