Asísk hlutabréf hækkuðu í verði í morgun og er þetta fimmti dagurinn í röð sem hækkun verður á mörkuðum í Asíu. Hækkanirnar fylgja hækkunum á Wall Street síðustu daga en sérfræðingar segja þetta þó ekki einskær merki um að efnahagsástand heimsins sé að batna að ráði. Fjárfestar séu hins vegar vongóðir og séu nú farnir að taka aukna áhættu á ný eftir hrunið.
Asíubréf hækka í kjölfar hækkunar vestra
