Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt um að félagið hyggist segja upp 20 þúsund manns á næsta ári. Gripið er til þessa vegna vernsandi ástands í bílasölu um allan heim en um er að ræða 8,5 prósent af öllum starfsmönnum bílarisans. Forstjóri fyrirtækisins segir að bílaiðnaðurinn um allan heim sé í miklum vandræðum og að Nissan sé engin undantekning í því sambandi.
