Stærsti kröfuhafinn er skúffufyrirtæki 11. desember 2009 19:02 Írski sjóðurinn sem er stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni er skúffufyrirtæki í eigu þriggja annarra skúffufyrirtækja. Árni Tómasson formaður skilanefndar segir að sjóðurinn tengist stórum bandarískum vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kempner. Írski sjóðurinn Burlington Loan Management er með kröfur í Glitni upp á 150 milljarða. Margt bendir til að þetta sé vogunarsjóður sem hafi keypt skuldabréf í Glitni á eftirmarkaði sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka og á um 4% í bankanum. Sjóðurinn var stofnaður á þessu ári og er skráður til húsa hjá lögfræðistofu í Dyflinni á Írlandi. Engar upplýsingar fást þar. Samkvæmt írsku fyrirtækjaskránni er hann í eigu þriggja skúffufyrirtækja, sem eru Badb CHaritable Trust Limited Eurydice Charitable Trust Limited og Medb Charitable Trust Limited. Öll félögin eru skráð á heimilisfang lögfræðistofunnar. Þá eru þrír stjórnarmenn skráðir á Burlington Loan Management Limited. Doherty Orlagh skráð til heimilis í Dyflinni, Conor Bastable skráður til heimils í New York og sá þriðji er Michael Herzog til heimilis í Lundúnum. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segist lítið vita um sjóðinn en þeir sem standi á bakvið hann séu skuldabréfaeigendur og tengist stærri vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kepmneir Capital Management með höfuðstöðvar í New York. Hann segir kröfuhöfum ekki skylt að koma fram undir nafni.Þeir sem vilji hins vegar fara með ráðandi hlut í bankanum þurfi að fara í gegnum formlegt ferli hjá Fjármálaeftirlitinu og gefa upp allar upplýsingar. Árni segir því engar líkur á því að erlendur vogunarsjóður sé að eignast Íslandsbanka. Tengdar fréttir Dularfullur sjóður Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. 10. desember 2009 19:20 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Írski sjóðurinn sem er stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni er skúffufyrirtæki í eigu þriggja annarra skúffufyrirtækja. Árni Tómasson formaður skilanefndar segir að sjóðurinn tengist stórum bandarískum vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kempner. Írski sjóðurinn Burlington Loan Management er með kröfur í Glitni upp á 150 milljarða. Margt bendir til að þetta sé vogunarsjóður sem hafi keypt skuldabréf í Glitni á eftirmarkaði sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka og á um 4% í bankanum. Sjóðurinn var stofnaður á þessu ári og er skráður til húsa hjá lögfræðistofu í Dyflinni á Írlandi. Engar upplýsingar fást þar. Samkvæmt írsku fyrirtækjaskránni er hann í eigu þriggja skúffufyrirtækja, sem eru Badb CHaritable Trust Limited Eurydice Charitable Trust Limited og Medb Charitable Trust Limited. Öll félögin eru skráð á heimilisfang lögfræðistofunnar. Þá eru þrír stjórnarmenn skráðir á Burlington Loan Management Limited. Doherty Orlagh skráð til heimilis í Dyflinni, Conor Bastable skráður til heimils í New York og sá þriðji er Michael Herzog til heimilis í Lundúnum. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segist lítið vita um sjóðinn en þeir sem standi á bakvið hann séu skuldabréfaeigendur og tengist stærri vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kepmneir Capital Management með höfuðstöðvar í New York. Hann segir kröfuhöfum ekki skylt að koma fram undir nafni.Þeir sem vilji hins vegar fara með ráðandi hlut í bankanum þurfi að fara í gegnum formlegt ferli hjá Fjármálaeftirlitinu og gefa upp allar upplýsingar. Árni segir því engar líkur á því að erlendur vogunarsjóður sé að eignast Íslandsbanka.
Tengdar fréttir Dularfullur sjóður Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. 10. desember 2009 19:20 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dularfullur sjóður Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. 10. desember 2009 19:20
Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47