Álfyrirtæki ganga á birgðir til að nýta verðhækkanir 1. september 2009 10:55 Álverð á heimsmarkaði er aftur komið upp fyrir 1.900 dollara á tonnið hafa lækkað aðeins í síðustu viku. Á undanförnum tveimur vikum hefur álverð lækkað um 10% eftir umtalsverðar hækkanir í sumar. Á fyrri helmingi ársins hækkaði álverð um 6% í kauphöllinni í London (London Metal Exchange) en á tveimur mánuðum frá júníbyrjun til loka júlí rauk það upp um þriðjung samhliða hækkun á verði annarra hrávara. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um þróunina í Hagsjá sinni. Þar segir að fregnir af álmörkuðum benda til þess að álfyrirtæki hafi gengið á birgðir að undanförnu til þess að nýta sér hækkandi verð. Þannig metur Alþjóðaálstofnunin (International Aluminium Institute - IAI) að alls hafi 2,3 milljón tonn af áli verið í birgðageymslum á heimsvísu í lok júlí, samanborið við 2,9 milljón tonn á sama tíma fyrir ári. Af þessum tölum er rúmur helmingur óunnið ál tilbúið til vinnslu, þ.e. blokkir áls úr álverum, en afgangurinn m.a. afgangsál til endurvinnslu og ál á hinum ýmsu vinnslustigum. Samhliða útgáfu upplýsinga um birgðastöðu áls í heiminum tilkynnti stærsta álframleiðslufyrirtæki Kína, Aluminum Corp. of China (Chalco), að þarlend álver, miðlarar og vöruhús hefðu allt að 600 þúsund rúmtonn í hirslum sínum sökum umframframleiðslu undanfarið þar í landi. Þær birgðir eru ekki meðtaldar í ofangreindum tölum IAI og er magnið þrefalt meira en uppgefnar birgðir í vöruhúsum kauphallarinnar í Shanghaí sem geyma hrávörur vegna framvirkra samninga. Hátt verð á áli undanfarið hefur verið útskýrt með ýmsu móti. Meðal annars lágu vaxtastigi víðast hvar sem hvetur fjárfesta til að leita ávöxtunar á nýjum vettvangi, t.d. hrávörum. Þá efldu jákvæðar hagtölur í sumar bjartsýni á að það versta sé yfirstaðið í efnahagsniðursveiflunni sem gaf fjárfestum trú á aukna eftirspurn. Kínversk yfirvöld hafa það sem af er ári safnað varaforða áls fyrir milligöngu Varaforðaskrifstofu ríkisins, um 570 þúsund rúmtonn alls. Meirihluti varaforðans er keyptur af Chalco en framleiðsla hefur verið aukin upp á síðkastið fyrir tilstilli efnahagshvata stjórnvalda. Haft er eftir forstjóra Chalco í frétt á Bloomberg að ekki standi til að selja af varaforðanum í bráð. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Álverð á heimsmarkaði er aftur komið upp fyrir 1.900 dollara á tonnið hafa lækkað aðeins í síðustu viku. Á undanförnum tveimur vikum hefur álverð lækkað um 10% eftir umtalsverðar hækkanir í sumar. Á fyrri helmingi ársins hækkaði álverð um 6% í kauphöllinni í London (London Metal Exchange) en á tveimur mánuðum frá júníbyrjun til loka júlí rauk það upp um þriðjung samhliða hækkun á verði annarra hrávara. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um þróunina í Hagsjá sinni. Þar segir að fregnir af álmörkuðum benda til þess að álfyrirtæki hafi gengið á birgðir að undanförnu til þess að nýta sér hækkandi verð. Þannig metur Alþjóðaálstofnunin (International Aluminium Institute - IAI) að alls hafi 2,3 milljón tonn af áli verið í birgðageymslum á heimsvísu í lok júlí, samanborið við 2,9 milljón tonn á sama tíma fyrir ári. Af þessum tölum er rúmur helmingur óunnið ál tilbúið til vinnslu, þ.e. blokkir áls úr álverum, en afgangurinn m.a. afgangsál til endurvinnslu og ál á hinum ýmsu vinnslustigum. Samhliða útgáfu upplýsinga um birgðastöðu áls í heiminum tilkynnti stærsta álframleiðslufyrirtæki Kína, Aluminum Corp. of China (Chalco), að þarlend álver, miðlarar og vöruhús hefðu allt að 600 þúsund rúmtonn í hirslum sínum sökum umframframleiðslu undanfarið þar í landi. Þær birgðir eru ekki meðtaldar í ofangreindum tölum IAI og er magnið þrefalt meira en uppgefnar birgðir í vöruhúsum kauphallarinnar í Shanghaí sem geyma hrávörur vegna framvirkra samninga. Hátt verð á áli undanfarið hefur verið útskýrt með ýmsu móti. Meðal annars lágu vaxtastigi víðast hvar sem hvetur fjárfesta til að leita ávöxtunar á nýjum vettvangi, t.d. hrávörum. Þá efldu jákvæðar hagtölur í sumar bjartsýni á að það versta sé yfirstaðið í efnahagsniðursveiflunni sem gaf fjárfestum trú á aukna eftirspurn. Kínversk yfirvöld hafa það sem af er ári safnað varaforða áls fyrir milligöngu Varaforðaskrifstofu ríkisins, um 570 þúsund rúmtonn alls. Meirihluti varaforðans er keyptur af Chalco en framleiðsla hefur verið aukin upp á síðkastið fyrir tilstilli efnahagshvata stjórnvalda. Haft er eftir forstjóra Chalco í frétt á Bloomberg að ekki standi til að selja af varaforðanum í bráð.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira