Traust eykst á evrópskum markaði 1. október 2009 05:00 Bankar og fjármálafyrirtæki á evrusvæðinu sóttu um tæplega helmingi lægra lán hjá evrópska seðlabankanum en búist var við. Fréttablaðið/ap Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. Þetta er tæplega helmingi lægri upphæð en fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með að bankarnir myndu sækja sér. Bloomberg-fréttaveitan segir þetta merki um að traust sé að aukast á millibankamarkaði. Seðlabankinn setti prentvélarnar í gang og opnaði hirslur sínar í ársbyrjun með það fyrir augum að blása lífi í lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja en útlán drógust hratt saman við upphaf fjármálakreppunnar. Í kjölfarið lækkuðu stýrivextir helstu seðlabanka heims hratt og eru vextir evrópska seðlabankans nú eitt prósent. Bloomberg bendir jafnframt á að vextir á millibankamarkaði á evrusvæðinu hafi lækkaði mjög, farið úr 5,24 prósentum fyrir ári niður í 0,74 prósent nú. Þeir hafa aldrei verið lægri. Þetta var í annað sinn sem bönkum á evrusvæðinu gafst kostur á að sækja sér fé með þessum hætti í skugga hremminga og vantrausts á fjármálamörkuðum. Þeir fengu 442 milljarða evra í júní síðastliðnum og verður lánaglugginn opnaður í þriðja sinn í árslok. - jab Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. Þetta er tæplega helmingi lægri upphæð en fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með að bankarnir myndu sækja sér. Bloomberg-fréttaveitan segir þetta merki um að traust sé að aukast á millibankamarkaði. Seðlabankinn setti prentvélarnar í gang og opnaði hirslur sínar í ársbyrjun með það fyrir augum að blása lífi í lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja en útlán drógust hratt saman við upphaf fjármálakreppunnar. Í kjölfarið lækkuðu stýrivextir helstu seðlabanka heims hratt og eru vextir evrópska seðlabankans nú eitt prósent. Bloomberg bendir jafnframt á að vextir á millibankamarkaði á evrusvæðinu hafi lækkaði mjög, farið úr 5,24 prósentum fyrir ári niður í 0,74 prósent nú. Þeir hafa aldrei verið lægri. Þetta var í annað sinn sem bönkum á evrusvæðinu gafst kostur á að sækja sér fé með þessum hætti í skugga hremminga og vantrausts á fjármálamörkuðum. Þeir fengu 442 milljarða evra í júní síðastliðnum og verður lánaglugginn opnaður í þriðja sinn í árslok. - jab
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira