Hraðmeðferð fyrir Ísland inn í ESB veldur vandræðum 20. júlí 2009 10:49 Fari svo að Ísland fái hraðmeðferð inn í ESB gæti það valdið sambandinu vandræðum hvað varðar samskiptin við þjóðir í suðurausturhluta Evrópu og Tyrkland. Þessar þjóðir standa framar í biðröðinni en Íslendingar og raunar hefur umsóknin frá Tyrklandi legið fyrir síðan 2005. Reuters birti greiningu á stöðu mála í framhaldi af því að alþingi samþykkti umsókn um aðildarviðræður við ESB. Þær þjóðir sem nú eru í biðröðinni eftir aðild eru Króatía, Serbía, Bosnía, Makedónía, Albanía og Tyrkland. Samkvæmt Reuters á Ísland mikla möguleika á að fá hraðmeðferð inn í ESB og jafnvel komast þar inn á undan Króatíu sem stendur fremst í biðröðinni í augnablikinu. Þetta er sökum þess að Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta af reglugerðarverki ESB gegnum samninga sína í EFTA og EES. „Það er möguleiki á að Ísland gæti hoppað fram yfir Króatíu," segir diplómat hjá ESB í samtali við Reuters. „Slíkt myndi beina kastljósinu að því að lítið gengur með umsóknir þjóða á vestanverðum Balkanskaga." Staða fyrrgreindra þjóða gagnvart ESB er í stuttu máli sú að Holland kemur í veg fyrir inngöngu Serbíu vegna þess að stjórnvöld í Belgrad hafa sýnt lítinn samstarfsvilja við að upplýsa stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. Grikkir koma í veg fyrir inngöngu Makedóníu sökum deilna um nafnið á landinu en Grikkir vilja að Makedóníumenn breyti því í eitthvað annað. Umsókn Bosníu hefur tafist vegna alþjóðlegra deilna um stöðu landsins og Þjóðverjar hafa komið í veg fyrir að viðræður hefjist við Albaníu. Tyrkir hafa reynt í nær fjögur ár að komast inn í ESB en innganga þeirra hefur strandað á deilum um skiptingu eyjunnar Kýpur og þess að Frakkar hafa áhyggjur af því að fá svo stóra þjóð múslima inn í sambandið. Diplómatar líta svo á að innganga þjóðanna á Balkanskaga inn í ESB geti leitt til stöðugleika á því landssvæði og þar með komið í veg fyrir að átök blossi þar upp að nýju. Vísbendingar eru nú uppi um að þjóðernissinnum í þessum löndum sé að vaxa fiskur um hrygg. Reuters hefur eftir einum diplómat að það sé nauðsynlegt fyrir ESB að taka tillit til þeirra þjóða sem þegar hafa sótt um þegar umsókn Íslands verður meðhöndluð. „Við verðum að passa okkur á því að einangra ekki eða ergja þessar þjóðir," segir hann. „Það má ekki líta út fyrir að ríkar þjóðir fái aðra meðferð en fátækar. Við verðum að gæta þess að allir hafi jafnan rétt." Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fari svo að Ísland fái hraðmeðferð inn í ESB gæti það valdið sambandinu vandræðum hvað varðar samskiptin við þjóðir í suðurausturhluta Evrópu og Tyrkland. Þessar þjóðir standa framar í biðröðinni en Íslendingar og raunar hefur umsóknin frá Tyrklandi legið fyrir síðan 2005. Reuters birti greiningu á stöðu mála í framhaldi af því að alþingi samþykkti umsókn um aðildarviðræður við ESB. Þær þjóðir sem nú eru í biðröðinni eftir aðild eru Króatía, Serbía, Bosnía, Makedónía, Albanía og Tyrkland. Samkvæmt Reuters á Ísland mikla möguleika á að fá hraðmeðferð inn í ESB og jafnvel komast þar inn á undan Króatíu sem stendur fremst í biðröðinni í augnablikinu. Þetta er sökum þess að Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta af reglugerðarverki ESB gegnum samninga sína í EFTA og EES. „Það er möguleiki á að Ísland gæti hoppað fram yfir Króatíu," segir diplómat hjá ESB í samtali við Reuters. „Slíkt myndi beina kastljósinu að því að lítið gengur með umsóknir þjóða á vestanverðum Balkanskaga." Staða fyrrgreindra þjóða gagnvart ESB er í stuttu máli sú að Holland kemur í veg fyrir inngöngu Serbíu vegna þess að stjórnvöld í Belgrad hafa sýnt lítinn samstarfsvilja við að upplýsa stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. Grikkir koma í veg fyrir inngöngu Makedóníu sökum deilna um nafnið á landinu en Grikkir vilja að Makedóníumenn breyti því í eitthvað annað. Umsókn Bosníu hefur tafist vegna alþjóðlegra deilna um stöðu landsins og Þjóðverjar hafa komið í veg fyrir að viðræður hefjist við Albaníu. Tyrkir hafa reynt í nær fjögur ár að komast inn í ESB en innganga þeirra hefur strandað á deilum um skiptingu eyjunnar Kýpur og þess að Frakkar hafa áhyggjur af því að fá svo stóra þjóð múslima inn í sambandið. Diplómatar líta svo á að innganga þjóðanna á Balkanskaga inn í ESB geti leitt til stöðugleika á því landssvæði og þar með komið í veg fyrir að átök blossi þar upp að nýju. Vísbendingar eru nú uppi um að þjóðernissinnum í þessum löndum sé að vaxa fiskur um hrygg. Reuters hefur eftir einum diplómat að það sé nauðsynlegt fyrir ESB að taka tillit til þeirra þjóða sem þegar hafa sótt um þegar umsókn Íslands verður meðhöndluð. „Við verðum að passa okkur á því að einangra ekki eða ergja þessar þjóðir," segir hann. „Það má ekki líta út fyrir að ríkar þjóðir fái aðra meðferð en fátækar. Við verðum að gæta þess að allir hafi jafnan rétt."
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira