Renault menn svekktir með stöðuna 5. maí 2009 10:47 Klunnalegur framendinn á Renault vakti furðu margra í upphafi ársins. Liðið franska með Fernando Alonso innanborðs er ekki sátt við stöðuna. Renault hefur ekki byrjað keppnistímabilið eins vel og væntingar liðsmanna gáfu tilefni til. Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavellli á Barcelona brautinni um næstu helgi. "Ég er vonsvikinn með það hvernig okkur gekk í fyrstu fjórum mótunum. Við mættum í fyrsta mót með meiri væntingar en við gátum staðið undir. En liðið hefur brugðist vel við stöðunni og í ljósi þess að við erum komnir með tvöfaldan loftdreifi aftan á bílanna, þá mun hagur okkar vænkast", sagði Pat Symonds tæknistjóri um stöðu Renault. Hann hefur verið í tæknimálum liðsins í áratugi og vann tvo meistaratitla með Alonso, sem hefur tvívegis unnið á heimavelli. Renault verður með ýmsar nýjungar í Barcelona til að bæta yfirbyggingu bílsins og loftflæðið um hana. Það er lykill að góðum árangri á háhraðabrautinni, sem öll lið þekkja mjög vel vegna stöðugra æfinga á veturna á brautinni. "Við erum hissa hvað samkeppnin er mikil í Formúlu 1 í dag. Hópurinn er mjög þéttur og nýjar reglur hafa aukið samkeppni á milli liðanna. Það er ekkert eitt lið sem sker sig úr og stórliðin hafa fallið í skuggann. Bæði ný útfærsla af dekkjum og yfirbyggingum hefur breytt gangi mála. Ég vona sannarlega að nýr búnaður bæti stöðu okkar í Barcelona", sagði Symonds. Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Renault hefur ekki byrjað keppnistímabilið eins vel og væntingar liðsmanna gáfu tilefni til. Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavellli á Barcelona brautinni um næstu helgi. "Ég er vonsvikinn með það hvernig okkur gekk í fyrstu fjórum mótunum. Við mættum í fyrsta mót með meiri væntingar en við gátum staðið undir. En liðið hefur brugðist vel við stöðunni og í ljósi þess að við erum komnir með tvöfaldan loftdreifi aftan á bílanna, þá mun hagur okkar vænkast", sagði Pat Symonds tæknistjóri um stöðu Renault. Hann hefur verið í tæknimálum liðsins í áratugi og vann tvo meistaratitla með Alonso, sem hefur tvívegis unnið á heimavelli. Renault verður með ýmsar nýjungar í Barcelona til að bæta yfirbyggingu bílsins og loftflæðið um hana. Það er lykill að góðum árangri á háhraðabrautinni, sem öll lið þekkja mjög vel vegna stöðugra æfinga á veturna á brautinni. "Við erum hissa hvað samkeppnin er mikil í Formúlu 1 í dag. Hópurinn er mjög þéttur og nýjar reglur hafa aukið samkeppni á milli liðanna. Það er ekkert eitt lið sem sker sig úr og stórliðin hafa fallið í skuggann. Bæði ný útfærsla af dekkjum og yfirbyggingum hefur breytt gangi mála. Ég vona sannarlega að nýr búnaður bæti stöðu okkar í Barcelona", sagði Symonds.
Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira