Pranger bjargaði andliti Austurríkismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 13:14 Manfred Pranger í brekkunni í dag. Nordic Photos / Getty Images Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17. Erlendar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17.
Erlendar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira