Staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar er óviðunandi 3. apríl 2009 10:12 Viðskiptaráð telur að staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar sé óviðunandi. Þetta kemur fram í nýrri skoðun sem Viðskiptaráð hefur sent frá sér. Viðskiptaráð segir að nú sé svo komið að íslenska krónan sé rúin trausti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir þrot bankanna á síðasta ári og inngrip stjórnvalda á gjaldeyrismarkaði með setningu víðtækra hafta. Þessi staðreynd takmarkar verulega umsvif íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi sem og almenna getu landsins til utanríkisviðskipta. Um þessar mundir stendur krónan einnig í vegi fyrir flæði erlends fjármagns inn í landið en við því má íslenska hagkerfið ekki til lengri tíma. Haftakróna líkt og nú er við lýði getur vart verið hugsuð sem framtíðarlausn, enda sýnir nýleg endurskoðun á löggjöf um gjaldeyrisviðskipti hversu óskilvirkt stýritæki gjaldeyrishöft eru. Þá segir að ekki sé ljóst hvernig krónan verður losuð úr viðjum hafta án þess að því fylgi veruleg veiking á gengi hennar með tilheyrandi áföllum fyrir hagkerfið. Þegar horft er til lengri tíma eykur óbreytt fyrirkomulag í gjaldeyris- og peningamálum þjóðarinnar líkur á stöðnun og efnahagslegri einangrun Íslands. Sökum þessa telur Viðskiptaráð vart hægt að líta framhjá því að upptaka annarrar myntar hér á landi, í fullri sátt og samráði við alþjóðasamfélagið, gæti orðið verulega til bóta fyrir innlendan efnahag, jafnt til skemmri og lengri tíma. „Í raun stendur valið ekki lengur á milli áframhaldandi sjálfstæðrar peningastefnu og upptöku annarrar myntar, heldur má færa gild rök fyrir því að valið standi einfaldlega á milli upptöku annarrar myntar eða framhaldi á núverandi stöðu," segir Viðskiptaráð. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptaráð telur að staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar sé óviðunandi. Þetta kemur fram í nýrri skoðun sem Viðskiptaráð hefur sent frá sér. Viðskiptaráð segir að nú sé svo komið að íslenska krónan sé rúin trausti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir þrot bankanna á síðasta ári og inngrip stjórnvalda á gjaldeyrismarkaði með setningu víðtækra hafta. Þessi staðreynd takmarkar verulega umsvif íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi sem og almenna getu landsins til utanríkisviðskipta. Um þessar mundir stendur krónan einnig í vegi fyrir flæði erlends fjármagns inn í landið en við því má íslenska hagkerfið ekki til lengri tíma. Haftakróna líkt og nú er við lýði getur vart verið hugsuð sem framtíðarlausn, enda sýnir nýleg endurskoðun á löggjöf um gjaldeyrisviðskipti hversu óskilvirkt stýritæki gjaldeyrishöft eru. Þá segir að ekki sé ljóst hvernig krónan verður losuð úr viðjum hafta án þess að því fylgi veruleg veiking á gengi hennar með tilheyrandi áföllum fyrir hagkerfið. Þegar horft er til lengri tíma eykur óbreytt fyrirkomulag í gjaldeyris- og peningamálum þjóðarinnar líkur á stöðnun og efnahagslegri einangrun Íslands. Sökum þessa telur Viðskiptaráð vart hægt að líta framhjá því að upptaka annarrar myntar hér á landi, í fullri sátt og samráði við alþjóðasamfélagið, gæti orðið verulega til bóta fyrir innlendan efnahag, jafnt til skemmri og lengri tíma. „Í raun stendur valið ekki lengur á milli áframhaldandi sjálfstæðrar peningastefnu og upptöku annarrar myntar, heldur má færa gild rök fyrir því að valið standi einfaldlega á milli upptöku annarrar myntar eða framhaldi á núverandi stöðu," segir Viðskiptaráð.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira