Hver Dani tapaði 2,4 milljónum að meðaltali í fyrra 10. júlí 2009 09:36 Hver Dani tapaði að meðaltali 101.000 dönskum kr. eða um 2,4 milljónum kr. af persónulegum auði sínum á síðasta ári. Tapið er að miklu leyti tilkomið vegna þess hve hlutabréf lækkuðu mikið í verði á síðasta ári. Í umfjöllun í blaðinu Jyllands Posten um málið er vitnað í tölur frá Hagstofu Danmerkur. Þar segir að nettóeignir danskra heimila hafi rýrnað í verði um 546 milljarða danskra kr. eða um 13.000 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta er 35% rýrnun á eignunum m.v. árið á undan. Inni í þessum tölum er ekki tapið sem heimilin hafa orðið fyrir vegna lækkunar á verði fasteigna í Danmörku á árinu. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindum tölum að af heildarupphæðinni sé tap upp á 375 milljarða danskra kr. eða 54% vegna hlutabréfaeignanna. Á sama tíma hefur heildarupphæð lána sem Danir hafa tekið hækkað verulega. Lánin jukust um 182 milljarða danskra kr. í fyrra sem samsvarar því að hver Dani hafi að meðaltali aukið skuldabyrði sina á árinu um 33.000 danskra kr. eða um tæplega 800.000 kr. Um síðustu áramót var staðan þannig að Danir hafa aldrei skuldað meira í sögunni. Samtals námu lán til heimila og einstaklinga um 2.371 milljörðum danskra kr. Það svarar til þess að hver Dani hafi skuldað um 433.000 danskar kr. að meðaltali um áramótin eða rúmlega 10 milljónir kr. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hver Dani tapaði að meðaltali 101.000 dönskum kr. eða um 2,4 milljónum kr. af persónulegum auði sínum á síðasta ári. Tapið er að miklu leyti tilkomið vegna þess hve hlutabréf lækkuðu mikið í verði á síðasta ári. Í umfjöllun í blaðinu Jyllands Posten um málið er vitnað í tölur frá Hagstofu Danmerkur. Þar segir að nettóeignir danskra heimila hafi rýrnað í verði um 546 milljarða danskra kr. eða um 13.000 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta er 35% rýrnun á eignunum m.v. árið á undan. Inni í þessum tölum er ekki tapið sem heimilin hafa orðið fyrir vegna lækkunar á verði fasteigna í Danmörku á árinu. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindum tölum að af heildarupphæðinni sé tap upp á 375 milljarða danskra kr. eða 54% vegna hlutabréfaeignanna. Á sama tíma hefur heildarupphæð lána sem Danir hafa tekið hækkað verulega. Lánin jukust um 182 milljarða danskra kr. í fyrra sem samsvarar því að hver Dani hafi að meðaltali aukið skuldabyrði sina á árinu um 33.000 danskra kr. eða um tæplega 800.000 kr. Um síðustu áramót var staðan þannig að Danir hafa aldrei skuldað meira í sögunni. Samtals námu lán til heimila og einstaklinga um 2.371 milljörðum danskra kr. Það svarar til þess að hver Dani hafi skuldað um 433.000 danskar kr. að meðaltali um áramótin eða rúmlega 10 milljónir kr.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira