Grísk fjármáladrottning keypti stærstu snekkju heimsins 14. desember 2009 10:47 Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.Elena er eigandi vogunarsjóðsins Ikos Partners sem er til heimilis á Kýpur en starfar bæði í London og New York. Elena borgaði 120 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. fyrir Maltese Falcon sem var nokkuð yfir verðmati sérfræðinga sem lá í kringum 100 milljónir dollara.Elena var í fyrra kjörin efnaðasti frumkvöðull Bretlandseyja í hópi kvenna en auðæfi hennar voru þá metin á 357 milljónir dollara. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að sennilega hafi auðæfin verið vanmetin ef Elena hefur efni á að greiða 120 milljónir dollara fyrir snekkju.Sjálf segist hin rúmlega fimmtuga Elena vera stolt af því að eiga Maltese Falcon en hún segir jafnframt að 90 stunda vinnuvika sín geri það að verkum að hún hafi lítinn tíma til að sigla snekkjunni. Verður Maltese Falcon því leigð út hverjum sem hafa vill og getur borgað rúmlega hálfa milljón dollara á viku í leiguna.Vogunarsjóð sinn stofnaði Elena ásamt manni sínum árið 1992. Hún er menntuð sem efnaverkfræðingur og þegar hún var 27 ára gömul varð hún yngsti alþjóðaforstjórinn í sögu British Petrol.Snekkjan Maltese Flacon þykir einstök í sinni röð. Tölvuvæðingin um borð gerir það að verkum að einn maður getur siglt henni þrátt fyrir viðamikinn seglbúnað. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.Elena er eigandi vogunarsjóðsins Ikos Partners sem er til heimilis á Kýpur en starfar bæði í London og New York. Elena borgaði 120 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. fyrir Maltese Falcon sem var nokkuð yfir verðmati sérfræðinga sem lá í kringum 100 milljónir dollara.Elena var í fyrra kjörin efnaðasti frumkvöðull Bretlandseyja í hópi kvenna en auðæfi hennar voru þá metin á 357 milljónir dollara. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að sennilega hafi auðæfin verið vanmetin ef Elena hefur efni á að greiða 120 milljónir dollara fyrir snekkju.Sjálf segist hin rúmlega fimmtuga Elena vera stolt af því að eiga Maltese Falcon en hún segir jafnframt að 90 stunda vinnuvika sín geri það að verkum að hún hafi lítinn tíma til að sigla snekkjunni. Verður Maltese Falcon því leigð út hverjum sem hafa vill og getur borgað rúmlega hálfa milljón dollara á viku í leiguna.Vogunarsjóð sinn stofnaði Elena ásamt manni sínum árið 1992. Hún er menntuð sem efnaverkfræðingur og þegar hún var 27 ára gömul varð hún yngsti alþjóðaforstjórinn í sögu British Petrol.Snekkjan Maltese Flacon þykir einstök í sinni röð. Tölvuvæðingin um borð gerir það að verkum að einn maður getur siglt henni þrátt fyrir viðamikinn seglbúnað.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira