Beiðni Baugs um greiðslustöðvun hefur vakið mikla athygli í breskum og dönskum fjölmiðlum og greina helstu blöð þessara landa frá málinu á vefsíðum sínum. Þar er m.a. tekið fram að mikil óvssa ríki nú um eignir Baugs í þessum löndum.
Í blaðinu The Guardian segir að framtíð þekktra verslana eins og Hamleys, House of Fraser, French Connection og Karen Millen sé nú óljós og í dönsku fjölmiðlunum er tekið fram að verslanirnar Magasin du Nord og Illum séu í eigu Baugs.
Flestir fjölmiðlar vitna í tilkynningu um málið á heimasíðu Baugs en boða frekari fréttir af málinu síðar í dag.
Alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Bloomberg greina einnig frá málinu á vefsíðum sínum.