Meistaradeild Evrópu: Liverpool brotlenti í Flórens Ómar Þorgeirsson skrifar 29. september 2009 20:44 Óvæntustu úrslit kvöldsins komu þegar Fiorentina vann 2-0 sigur gegn Liverpool. Nordic photos/AFP Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens. Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Liverpool var langt frá sínu besta í fyrri hálfleiknum en var betri aðilinn í seinni hálfleik án þess þó að skora en þetta var í fyrsta skiptið í tuttugu og einum leik í Meistaradeildinni sem Englendingarnir ná ekki að skora. Það tók leikmenn Arsenal smá tíma að brjóta á bak aftur vörn gestanna í Olympiakos í leik liðanna í H-riðli á Emirates-leikvanginum í kvöld en Robin van Persie opnaði markareikninginn fyrir heimamenn með marki í 78. mínútu. Það var svo Andrei Arshavin sem bætti við öðru marki á 86. mínútu og innsiglaði þar með 2-0 sigur og Lundúnafélagið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðlakeppninni. Í F-riðli vann Barcelona sinn fyrsta sigur þegar Dinamo Kiev kom í heimsókn á Nývang. Lionel Messi kom Börsungum yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Pedro bætti við öðru marki og niðurstaðan var 2-0 sigur heimamanna. Jose Mourinho og lærisveinar hans í Inter sóttu ekki gull í greipar Rubin Kazan en félögin skildu jöfn 1-1 í Rússlandi. Heimamenn í Rubin Kazan komust yfir með marki Alejandro Dominquez strax á 11. mínútu en Dejan Stefanovic jafnaði metin með marki á 27. mínútu og þar við sat. Leikmenn Inter léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Mario Baloteli hafði fengið sitt annað gula spjald og verið vikið af velli. Þá gerði Sevilla góða ferð til Skotlands og vann 1-4 sigur gegn Rangers en Spánverjarnir komust í 0-4 í leiknum.Úrslit kvöldsins:E-riðill: Fiorentina-Liverpool 2-0 1-0 Stevan Jovetic (28.), 2-0 Jovetic (37.).Debreceni-Lyon 0-4 0-1 Kim Kallström (3.), 0-2 Miralem Pjanic (13.), 0-3 sjálfsm. (24.), 0-4 Bafetimbi Gomis (51.).F-riðill: Rubin Kazan-Inter 1-1 1-0 Alejandro Dominguez (11.), 1-1 Dejan Stankovic (27.).Barcelona-Dinamo Kiev 2-0 1-0 Lionel Messi (26.), 2-0 Pedro (76.).G-riðill: FC Unirea-Stuttgart 1-1 0-1 Serdar Tasci (5.), 1-1 Dacian Varga (48.).Glasgow Rangers-Sevilla 1-4 0-1 Abdoulay Konko (50.), 0-2 Claro Adriano Correia (64.), 0-3 Luis Fabiano (72.), 0-4 Frederic Kanoute (74.), 1-4 Nacho Novo (88.).H-riðill: Arsenal-Olympiakos 2-0 1-0 Robin van Persie (78.), 2-0 Andrei Arshavin (86.).AZ Alkmaar-Standard Liège 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (48.), Moussa Traore (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira
Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens. Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Liverpool var langt frá sínu besta í fyrri hálfleiknum en var betri aðilinn í seinni hálfleik án þess þó að skora en þetta var í fyrsta skiptið í tuttugu og einum leik í Meistaradeildinni sem Englendingarnir ná ekki að skora. Það tók leikmenn Arsenal smá tíma að brjóta á bak aftur vörn gestanna í Olympiakos í leik liðanna í H-riðli á Emirates-leikvanginum í kvöld en Robin van Persie opnaði markareikninginn fyrir heimamenn með marki í 78. mínútu. Það var svo Andrei Arshavin sem bætti við öðru marki á 86. mínútu og innsiglaði þar með 2-0 sigur og Lundúnafélagið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðlakeppninni. Í F-riðli vann Barcelona sinn fyrsta sigur þegar Dinamo Kiev kom í heimsókn á Nývang. Lionel Messi kom Börsungum yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Pedro bætti við öðru marki og niðurstaðan var 2-0 sigur heimamanna. Jose Mourinho og lærisveinar hans í Inter sóttu ekki gull í greipar Rubin Kazan en félögin skildu jöfn 1-1 í Rússlandi. Heimamenn í Rubin Kazan komust yfir með marki Alejandro Dominquez strax á 11. mínútu en Dejan Stefanovic jafnaði metin með marki á 27. mínútu og þar við sat. Leikmenn Inter léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Mario Baloteli hafði fengið sitt annað gula spjald og verið vikið af velli. Þá gerði Sevilla góða ferð til Skotlands og vann 1-4 sigur gegn Rangers en Spánverjarnir komust í 0-4 í leiknum.Úrslit kvöldsins:E-riðill: Fiorentina-Liverpool 2-0 1-0 Stevan Jovetic (28.), 2-0 Jovetic (37.).Debreceni-Lyon 0-4 0-1 Kim Kallström (3.), 0-2 Miralem Pjanic (13.), 0-3 sjálfsm. (24.), 0-4 Bafetimbi Gomis (51.).F-riðill: Rubin Kazan-Inter 1-1 1-0 Alejandro Dominguez (11.), 1-1 Dejan Stankovic (27.).Barcelona-Dinamo Kiev 2-0 1-0 Lionel Messi (26.), 2-0 Pedro (76.).G-riðill: FC Unirea-Stuttgart 1-1 0-1 Serdar Tasci (5.), 1-1 Dacian Varga (48.).Glasgow Rangers-Sevilla 1-4 0-1 Abdoulay Konko (50.), 0-2 Claro Adriano Correia (64.), 0-3 Luis Fabiano (72.), 0-4 Frederic Kanoute (74.), 1-4 Nacho Novo (88.).H-riðill: Arsenal-Olympiakos 2-0 1-0 Robin van Persie (78.), 2-0 Andrei Arshavin (86.).AZ Alkmaar-Standard Liège 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (48.), Moussa Traore (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira