Massa stóðst þolpróf í Ferrari ökuhermi 7. október 2009 09:50 Felipe Massa saknar þess að keyra ekki í Formúlu 1 og stóðst sex tíma þolpróf í ökuhermi Ferrari. mynd: kappakstur.is Felipe Massa er á góðri leið í endurhæfingu sinni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Hann ók sex tíma í ökuhermi Ferrari liðsins og er að vonast eftir að geta keppt í lokamótinu í Abu Dhabi í byrjun nóvember. Hann hefur þegar reynt sig á kartbíl og hefur verið í herbúðum Ferrari síðustu daga og endurnýjað kynni sína af liðsmönnum og stundað líkamsrækt. Hann mun keyra Ferrari 2007 á næstu dögum á brautnni í Firano. "Það gekk vel að keyra ökuherminn og engin vandamál komu upp líkamlega séð. Ökuhermirinn er reyndar eins og A1 GP bíll, ekki Formúlu 1 bíll, en nógu nálægt samt. Ég ók brautina í Barcelona, sem tekur ekki eins mikið á og margar aðrar brautir", sagði Massa. "Ég sakna þess að vera ekki í Formúlu 1 umhverfinu. Það er ástríða mín, ekki bara vinna. Það var erfitt að horfa á mótin í sjónvarpnu og sérstaklega þegar ég þurfti að vakna um miðjar nætur", sagði Massa í gamasömum dúr. Næsta mót er á heimavelli Massa í Brasilíu, en hann vann mótið í Interlagos í fyrra og var einu stigi frá því að verða heimsmeistari. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa er á góðri leið í endurhæfingu sinni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Hann ók sex tíma í ökuhermi Ferrari liðsins og er að vonast eftir að geta keppt í lokamótinu í Abu Dhabi í byrjun nóvember. Hann hefur þegar reynt sig á kartbíl og hefur verið í herbúðum Ferrari síðustu daga og endurnýjað kynni sína af liðsmönnum og stundað líkamsrækt. Hann mun keyra Ferrari 2007 á næstu dögum á brautnni í Firano. "Það gekk vel að keyra ökuherminn og engin vandamál komu upp líkamlega séð. Ökuhermirinn er reyndar eins og A1 GP bíll, ekki Formúlu 1 bíll, en nógu nálægt samt. Ég ók brautina í Barcelona, sem tekur ekki eins mikið á og margar aðrar brautir", sagði Massa. "Ég sakna þess að vera ekki í Formúlu 1 umhverfinu. Það er ástríða mín, ekki bara vinna. Það var erfitt að horfa á mótin í sjónvarpnu og sérstaklega þegar ég þurfti að vakna um miðjar nætur", sagði Massa í gamasömum dúr. Næsta mót er á heimavelli Massa í Brasilíu, en hann vann mótið í Interlagos í fyrra og var einu stigi frá því að verða heimsmeistari.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira