Íslendingur undirbýr matarmessu í Washington 17. október 2009 04:00 Baldvin Jónsson, lengst til vinstri á myndinni, hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir matarmessuna Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington. Á myndinni eru hann og Siggi Hall með danska kokkinn Claus Henriksen á milli sín. Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is Food and Fun Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun D'Angelo er látinn Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Fleiri fréttir Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Sjá meira
Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is
Food and Fun Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun D'Angelo er látinn Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Fleiri fréttir Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Sjá meira