Dr. Doom: Of mikil bjartsýni á mörkuðunum 3. apríl 2009 15:13 Hann hlaut viðurnefnið Dr. Doom þegar hann sá fyrir hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 1987. Síðan hefur hann yfirleitt haft á réttu að standa. Dr. Doom sá fyrir núverandi fjármálakreppu þegar árið 2005. Í dag segir hann að of mikil bjartsýni ríki á mörkuðum heimsins eftir töluverða hækkanahrinu á þeim undanfarið. Botninum sé langt frá því náð og raunar telur hann að slíkt gerist ekki fyrr en á næsta ári. Dr. Doom heitir réttu nafni Nouriel Roubini og er hagfræðingur að mennt. Hann er svo þekktur fyrir svartsýnar spár sínar að þegar markaðurinn í Bandaríkjunum tók óvænta uppsveiflu eftir eina slíka fékk hún nafnið Roubinisveiflan. Í nýlegu viðtali við kanadíska blaðið Globe and Mail var Dr. Doom spurður hvort hann teldi að Bandaríkin hefðu náð botninum eða ekki? „Eftir því sem við sökkvum lægra og lægra nálgumst við auðvitað botninn," svarar hann. „En leiðin til að hugsa um markaðina fyrir okkur er að huga að hinu raunverulega hagkerfi og ég sé að það er enn í alvarlegri kreppu." Dr. Doom telur að viðsnúningur á kreppunni hefjist ekki fyrr en eftir komandi áramót og að vöxturinn á næsta ári verði veikur, hagvöxtur muni mælast innan við eitt prósent. Hvað hlutabréfamarkaðinn varðar telur Dr. Doom að botninn á honum muni ekki nást fyrr en á miðju næsta ári. Hann bendir á að þrátt fyrir að sjálf niðursveiflan í kjölfar netbólunnar eftir aldamótin síðustu hafi aðeins staðið í um átta mánuði héldu hlutabréf áfram að lækka næstu 16 mánuðina þar á eftir. Dr. Doom segir að jákvæðu tíðindin eru að hægt sé að sjá ljós í myrkrinu og það stafar ekki frá járnbrautarlest á leiðinni til að keyra okkur enn frekar í klessu. Það séu þó einu jákvæðu tíðindin. Markaðurinn sé alltof bjartsýnn á að efnahagurinn sé að braggast og það muni koma honum í koll eftir nokkra mánuði. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hann hlaut viðurnefnið Dr. Doom þegar hann sá fyrir hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 1987. Síðan hefur hann yfirleitt haft á réttu að standa. Dr. Doom sá fyrir núverandi fjármálakreppu þegar árið 2005. Í dag segir hann að of mikil bjartsýni ríki á mörkuðum heimsins eftir töluverða hækkanahrinu á þeim undanfarið. Botninum sé langt frá því náð og raunar telur hann að slíkt gerist ekki fyrr en á næsta ári. Dr. Doom heitir réttu nafni Nouriel Roubini og er hagfræðingur að mennt. Hann er svo þekktur fyrir svartsýnar spár sínar að þegar markaðurinn í Bandaríkjunum tók óvænta uppsveiflu eftir eina slíka fékk hún nafnið Roubinisveiflan. Í nýlegu viðtali við kanadíska blaðið Globe and Mail var Dr. Doom spurður hvort hann teldi að Bandaríkin hefðu náð botninum eða ekki? „Eftir því sem við sökkvum lægra og lægra nálgumst við auðvitað botninn," svarar hann. „En leiðin til að hugsa um markaðina fyrir okkur er að huga að hinu raunverulega hagkerfi og ég sé að það er enn í alvarlegri kreppu." Dr. Doom telur að viðsnúningur á kreppunni hefjist ekki fyrr en eftir komandi áramót og að vöxturinn á næsta ári verði veikur, hagvöxtur muni mælast innan við eitt prósent. Hvað hlutabréfamarkaðinn varðar telur Dr. Doom að botninn á honum muni ekki nást fyrr en á miðju næsta ári. Hann bendir á að þrátt fyrir að sjálf niðursveiflan í kjölfar netbólunnar eftir aldamótin síðustu hafi aðeins staðið í um átta mánuði héldu hlutabréf áfram að lækka næstu 16 mánuðina þar á eftir. Dr. Doom segir að jákvæðu tíðindin eru að hægt sé að sjá ljós í myrkrinu og það stafar ekki frá járnbrautarlest á leiðinni til að keyra okkur enn frekar í klessu. Það séu þó einu jákvæðu tíðindin. Markaðurinn sé alltof bjartsýnn á að efnahagurinn sé að braggast og það muni koma honum í koll eftir nokkra mánuði.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent