Fisichella: Besta stund lífs míns 29. ágúst 2009 18:33 Giancarlo Fisichella var kampakátur eftir að hafa náð besta tíma í Belgíu í dag. mynd: Getty Images Giancarlo Fisichella var í hæstu hæðum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum og að Force India hafði slegið stórliðunum við á Spa brautinni í dag. "Þetta var besti hringur sem ég hef ekið í Formúlu 1 og ég náð nokkrum hringjum þar sem allt gekk upp. Þetta var minn dagur og besta stund lífs míns", sagði Fisichella. "Miðað við hvaða fjármagn við höfum, þá höfum við staðið okkur betur en McLaren og Ferrari. Við vorum tveimur sekúndum hægari en toppliðin í upphafi ársins, en erum núna nokkrum sekúndubrotum á eftir. Ég var í vanda með bílinn í gær og í morgun, en svo náðum við að vinna okkur út úr því." "Ég vænti þess að vera meðal fyrstu 15, en ekki fremstur á ráslínu... Það væri stórmennska að ætla sér sigur, en við erum í færi á að sækja dýrmæt stig og að ljúka keppni í fyrstu sex sætunum. Það er líka möguleiki á verðlaunasæti", sagði Fisichella. Bein útsending er frá kappastrinum kl. 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Giancarlo Fisichella var í hæstu hæðum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum og að Force India hafði slegið stórliðunum við á Spa brautinni í dag. "Þetta var besti hringur sem ég hef ekið í Formúlu 1 og ég náð nokkrum hringjum þar sem allt gekk upp. Þetta var minn dagur og besta stund lífs míns", sagði Fisichella. "Miðað við hvaða fjármagn við höfum, þá höfum við staðið okkur betur en McLaren og Ferrari. Við vorum tveimur sekúndum hægari en toppliðin í upphafi ársins, en erum núna nokkrum sekúndubrotum á eftir. Ég var í vanda með bílinn í gær og í morgun, en svo náðum við að vinna okkur út úr því." "Ég vænti þess að vera meðal fyrstu 15, en ekki fremstur á ráslínu... Það væri stórmennska að ætla sér sigur, en við erum í færi á að sækja dýrmæt stig og að ljúka keppni í fyrstu sex sætunum. Það er líka möguleiki á verðlaunasæti", sagði Fisichella. Bein útsending er frá kappastrinum kl. 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira