Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun. Lækkaði japanska Nikkei-vísitalan um 4,4 prósent og Hang Seng í Hong Kong um 5,4 og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember.
Bréf ýmissa hugbúnaðarfyrirtækja tóku mikla dýfu og fylgdu námafyrirtæki í kjölfarið, til dæmis Billington sem lækkaði um 6,4 prósent eftir að verð ýmissa málma lækkaði verulega.