Hamilton stefnir á sigur á Spáni 19. ágúst 2009 14:49 Lewis Hamilton hefur bara fagnað einum sigri á árinu og það var í síðustu keppni. McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia
Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira