Ennfrekari afskriftir eru væntanlegar hjá bönkum á evrusvæðinu og býst Seðlabanki Evrópu við því að afskrifa þurfi 283 milljarða Dollara til viðbótar á þessu ári og því næsta vegna slæmra lána og verðbréfa.
Evrópski Seðlabankinn áætlar að heildarafskriftir vegna slikra fjármálagerninga muni nema 649 milljörðum Dollara, frá upphafi lánakrísunnar á haustmánuðum ársins 2007 og til loka árs 2010.
Þessar tölur voru gerðar opinberar í nýjasta hefti bankans um fjármálalegan stöðugleika en bankinn komst að þeirri niðurstöðu að áhættta í fjármálageiranum hefur aukist töluvert á undanförnum sex mánuðum. Tíðindin koma fáum á óvart en þau grafa mjög undan efnahagslegu umhverfi fyrirtækja og heimila á títtnefndu Evrusvæði.
Sextán lönd Evrópusambandsins hafa tekið upp Evru sem gjaldmiðil í heimaldandi sínu.