MS-ingur setur heimsmet: ,,Það erfiðasta sem ég hef upplifað“ Anton Birkir Sigfússon skrifar 1. október 2009 16:33 Anton Birkir Sigfússon tekur viðtal við Pál Bergþórsson Það gerist ekki oft á þessu litla landi að heimsmet séu slegin, því þykja það mikil tíðindi að ungur nemandi í Menntaskólanum við Sund, Páll Bergþórsson hafi slegið eitt slíkt. Páli tókst að sitja í U-inu sem er helsti samkomustaðuur MS-inga samfellt í 19 klukkustundir og 47 mínútur síðastliðinn þriðjudag og þykir þetta vera mesta afrek í sögu skólans. Fyrra heimsmet átti Baldur Jónsson sem er aldursforseti MS-inga og svokallaður ,,Van Wilder" skólans. Baldri tókst að sitja í 8 klukkustundir og 12 mínútur í U-inu árið 2005. Baldur gerði þó tilraun til þess að slá það ásamt Páli og tókst honum það, þar sem að hann sat í 10 tíma og 24 mínútur. Þetta dugði þó ekki til því að þrautsegja Páls var vægast sagt mögnuð. Við náum tali af Páli eftir setuna og hafði hann þetta að segja um málið: ,,Mér hefur aldrei liðið jafn vel í sálinni þrátt fyrir óbærilega líkamsverki þegar þessu lauk. Náladofi, hausverkur og krampi var strax farinn að angra mig á áttunda tíma. Á þessari stundu hélt ég að Baldur væri að fara að taka þetta, hann virtist svo einbeittur og yfirvegaður, en ég keyrði mig áfram á þrjóskunni einni . Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað. Ég byrjaði með það eitt í huga að vinna og það er það sem ég gerði. Baldur var stórorður í upphafi en það má segja að munurinn á mér og Baldri sé að ég læt verkin tala." Við náðum einnig tali af Baldri sem hafði þetta að segja: ,,Það er auðvitað aldrei gaman að vita til þess að maður eigi ekki lengur heiðurinn að þessu heimsmeti. Ég verð þó að taka ofan fyrir Páli, enda hef ég aldrei séð aðra eins þrjósku. Ég get þó ekki sagt annað en að ég sé bara sáttur með mína frammistöðu. Ég bætti mitt persónulega met og það var allavega markmiðið til að byrja með. Það sem mér þótti samt erfiðast við þetta allt saman var það að geta ekki verið kærustunni minni í svona langan tíma. Ég gat ekki hugsað mér fleiri mínútur án Tótu minnar, það var bara eins og að Páll ætti engan að. En ég meina svona er þetta bara, það kemur dagur eftir þennan dag og ár eftir þetta ár."Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MS fyrir Skólalífið á Vísi. Menntaskólar Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Það gerist ekki oft á þessu litla landi að heimsmet séu slegin, því þykja það mikil tíðindi að ungur nemandi í Menntaskólanum við Sund, Páll Bergþórsson hafi slegið eitt slíkt. Páli tókst að sitja í U-inu sem er helsti samkomustaðuur MS-inga samfellt í 19 klukkustundir og 47 mínútur síðastliðinn þriðjudag og þykir þetta vera mesta afrek í sögu skólans. Fyrra heimsmet átti Baldur Jónsson sem er aldursforseti MS-inga og svokallaður ,,Van Wilder" skólans. Baldri tókst að sitja í 8 klukkustundir og 12 mínútur í U-inu árið 2005. Baldur gerði þó tilraun til þess að slá það ásamt Páli og tókst honum það, þar sem að hann sat í 10 tíma og 24 mínútur. Þetta dugði þó ekki til því að þrautsegja Páls var vægast sagt mögnuð. Við náum tali af Páli eftir setuna og hafði hann þetta að segja um málið: ,,Mér hefur aldrei liðið jafn vel í sálinni þrátt fyrir óbærilega líkamsverki þegar þessu lauk. Náladofi, hausverkur og krampi var strax farinn að angra mig á áttunda tíma. Á þessari stundu hélt ég að Baldur væri að fara að taka þetta, hann virtist svo einbeittur og yfirvegaður, en ég keyrði mig áfram á þrjóskunni einni . Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað. Ég byrjaði með það eitt í huga að vinna og það er það sem ég gerði. Baldur var stórorður í upphafi en það má segja að munurinn á mér og Baldri sé að ég læt verkin tala." Við náðum einnig tali af Baldri sem hafði þetta að segja: ,,Það er auðvitað aldrei gaman að vita til þess að maður eigi ekki lengur heiðurinn að þessu heimsmeti. Ég verð þó að taka ofan fyrir Páli, enda hef ég aldrei séð aðra eins þrjósku. Ég get þó ekki sagt annað en að ég sé bara sáttur með mína frammistöðu. Ég bætti mitt persónulega met og það var allavega markmiðið til að byrja með. Það sem mér þótti samt erfiðast við þetta allt saman var það að geta ekki verið kærustunni minni í svona langan tíma. Ég gat ekki hugsað mér fleiri mínútur án Tótu minnar, það var bara eins og að Páll ætti engan að. En ég meina svona er þetta bara, það kemur dagur eftir þennan dag og ár eftir þetta ár."Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MS fyrir Skólalífið á Vísi.
Menntaskólar Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira