Norska krónan gjaldeyrisskjól í stað dollarans og frankans 19. mars 2009 10:32 Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. Þessi umræða hófst í kjölfar þess að seðlabanki Sviss ákvað nýlega að grípa inn í gjaldmiðlamarkað landsins og lækka gengi frankans. Þar með fækkaði gjaldeyrisskjólum fjárfesta um eitt í fjármálakreppunni. Financial Times fjallar um málið í dag. Blaðið segir að gengisfall frankans komi í framhaldi af vangaveltum um stöðu hinna skjólanna, dollarans og jensins. Simon Derrick hjá Bank of New York Mellon segir að gengi dollarans hafi greinilega haldist hátt vegna þess að fjárfestar hafa keypt hann í miklum mæli í núverandi kreppu. Hinsvegar muni hin gríðarlega fjármagnseyðsla bandarískra stjórnvalda gera það að verkum að stöðuleika hans er ógnað. Á sama tíma er heilsa jensins vafasöm því tölur úr japanska hagkerfinu sína verulega niðursveiflu þess, einkum vegna minnkandi útflutnings sem keyrt hefur hagkerfið áfram árum saman. David Bloom hjá HSBC segir að norska krónan sé nú hið endanlega gjaldeyrisskjól. „Norska krónan er sennilega besti gjaldmiðill heimsins," segir Bloom í samtali við FT. Blaðið segir að þetta sjónarmið virðist koma á óvart og bendir á að í desember hafi krónan fallið niður í lægsta gildi sitt gagnvart evrunni frá upphafi aðallega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. En krónan hefur sótt í sig veðrið eftir því sem stöðugleiki hefir komist á olíuverðið. Og bent er á að norska krónan sé einn af fáum gjaldmiðlum heimsins sem haldið hafa stöðu sinni gagnvart dollaranum og gott betur því gengið hefur hækkað um 3% gagnvart dollar á þessu ári. Bloom segir að norska krónan sé þeirra valkostur af helstu gjaldmiðlum heimsins og að hann reikni með að hún muni halda áfram að styrkjast næstu 18 mánuðina. Sem stendur er norska krónan ofarlega á topp 10 listanum yfir þá gjaldmiðla sem mest er verslað með í heiminum. Hagvöxtur í Noregi nam 1.3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og ekki er reiknað með nándar eins mikilli niðursveiflu í norska hagkerfinu í ár eins og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Þ'a megi benda á að skuldatryggingarálagið hjá norska ríkinu sé það lægsta meðal þjóða á fyrrgreindum topp 10 lista. Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. Þessi umræða hófst í kjölfar þess að seðlabanki Sviss ákvað nýlega að grípa inn í gjaldmiðlamarkað landsins og lækka gengi frankans. Þar með fækkaði gjaldeyrisskjólum fjárfesta um eitt í fjármálakreppunni. Financial Times fjallar um málið í dag. Blaðið segir að gengisfall frankans komi í framhaldi af vangaveltum um stöðu hinna skjólanna, dollarans og jensins. Simon Derrick hjá Bank of New York Mellon segir að gengi dollarans hafi greinilega haldist hátt vegna þess að fjárfestar hafa keypt hann í miklum mæli í núverandi kreppu. Hinsvegar muni hin gríðarlega fjármagnseyðsla bandarískra stjórnvalda gera það að verkum að stöðuleika hans er ógnað. Á sama tíma er heilsa jensins vafasöm því tölur úr japanska hagkerfinu sína verulega niðursveiflu þess, einkum vegna minnkandi útflutnings sem keyrt hefur hagkerfið áfram árum saman. David Bloom hjá HSBC segir að norska krónan sé nú hið endanlega gjaldeyrisskjól. „Norska krónan er sennilega besti gjaldmiðill heimsins," segir Bloom í samtali við FT. Blaðið segir að þetta sjónarmið virðist koma á óvart og bendir á að í desember hafi krónan fallið niður í lægsta gildi sitt gagnvart evrunni frá upphafi aðallega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. En krónan hefur sótt í sig veðrið eftir því sem stöðugleiki hefir komist á olíuverðið. Og bent er á að norska krónan sé einn af fáum gjaldmiðlum heimsins sem haldið hafa stöðu sinni gagnvart dollaranum og gott betur því gengið hefur hækkað um 3% gagnvart dollar á þessu ári. Bloom segir að norska krónan sé þeirra valkostur af helstu gjaldmiðlum heimsins og að hann reikni með að hún muni halda áfram að styrkjast næstu 18 mánuðina. Sem stendur er norska krónan ofarlega á topp 10 listanum yfir þá gjaldmiðla sem mest er verslað með í heiminum. Hagvöxtur í Noregi nam 1.3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og ekki er reiknað með nándar eins mikilli niðursveiflu í norska hagkerfinu í ár eins og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Þ'a megi benda á að skuldatryggingarálagið hjá norska ríkinu sé það lægsta meðal þjóða á fyrrgreindum topp 10 lista.
Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira